Þjóðmál - 01.06.2013, Side 59
58 Þjóðmál SUmAR 2013
kíkinn fyrir blinda augað“, ég er ekki þeirra
á meðal, hef ekki þetta blinda auga . Ég er
hættur störfum í fjármálakerfinu og hef ekki
neina aðra hagsmuni af þögninni en þá að
forðast umræðu . Hana óttast ég ekki, hún er
bara góð, SE þarfnast hennar mjög . Forstjóri
eins stærsta fyrirtækis landsins hringdi til
mín þegar einn stormurinn geisaði og sagði:
„Þú átt vini úti um allt í viðskiptalífinu, en
það þorir enginn að hjálpa þér, af ótta við
að það hefni sín .“ Óttinn segir sína sögu,
stjórnvaldið er viðsjárvert .
Sátt í janúar 2008
SE og Kreditkort hf ., sem þá hafði verið skipt „lóðrétt“ í tvö félög, Kredit kort hf .
(hið nýja) og Borgun hf ., tilkynntu 10 . jan úar
2008 að gerð hefði verið sátt í máli er varð aði
brot á samkeppnislögum á tímabilinu 1995–
2006 . Í fréttatilkynningu Borgunar sagði:
„þau brot sem Samkeppniseftirlitið vísar til
áttu sér öll stað áður en eigendabreytingar
áttu sér stað [haustið 2007, innskot RÖ] .
Núverandi meirihlutaeigendur fyrirtækis ins
hafa haft frumkvæði að því að stokka upp
eignarhald fyrirtækisins, til þess að tryggja
góða stjórnar- og viðskiptahætti . Sam-
kvæmt ákvörðun Samkeppnisstofnunar
felst Borgun hf . á að greiða sáttagreiðslu
að upphæð 185 milljóna króna . Eins og
fram kemur í ákvörðuninni hefur Borg un
hf . gengist við þeim brotum sem þar eru
tiltekin“ . — Eftirmaður minn, forstjóri
Borgunar hf ., sagði af þessu tilefni: „Eignar-
hald Borgunar var endurskipulagt að frum-
kvæði núverandi eigenda og úrbótatillög-
um Samkeppnisstofnunar hefur þegar verið
hrint í framkvæmd . Það er mikilvægt að
undirstrika að það samstarf keppinauta
sem um var að ræða sneri að miklu leyti
að samráði um tæknilegar lausnir fyrir-
tækjanna . Eins og lesa má úr ákvörðun
Sam keppniseftirlitsins hefur ekki verið hægt
að sýna fram á verulegan fjárhagslega ábata
af sam starfinu, annan en þann sem snýr að
tækni legum úrlausnarefnum .“ Samkvæmt
þessu er ljóst að stjórnvaldið staðnæmdist
við eignarhald félagsins og gerði kröfur um
breytingar á því . Eignarhald félaga er ekki
á valdi félaganna sjálfra, hvorki stjórna né
framkvæmdastjóra . Það eru eigendurnir
sem því ráða . Samt var gert samkomulag um
að játa „samráð“ á hendur félögunum, brot
sem liggur hjá félaginu sjálfu . Lesandinn
athugi að sakarefni sem stjórn Visa Íslands
játaði voru fleiri og önnur en þau sem stjórn
Kreditkorts féllst á að játa . Takmarka ég
umfjöllunina við þau síðarnefndu .
Hvert er hið saknæma brot?
Þegar stjórnvald rannsakar meint lög-brot hefur það ekki sjálfdæmi um skil-
greiningu brotsins . Því ber að rannsaka
Þ egar stjórnvald rannsakar meint lögbrot hefur það
ekki sjálfdæmi um skilgreiningu
brotsins . Því ber að rannsaka mál til
hlítar og upplýsa það . Gögn „stóra
kortasamráðsmálsins“ bera með sér
að vera sérvalin úr miklu magni
haldlagðra gagna, með hliðsjón af
þeirri niðurstöðu sem samkomulag
varð um . Fjöldi annarra gagna,
mikilvæg skjöl þeirra á meðal, var
sniðgenginn og haldið leyndum .
Kjarni þess máls, sem að
Kreditkorti snýr, er sá að málið
var aldrei rannsakað til fullnustu
og upplýst . . .