Þjóðmál - 01.06.2013, Page 74

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 74
 Þjóðmál SUmAR 2013 73 Stefán Gunnar Sveinsson: Búsáhaldabylting — sjálfsprottin eða skipulögð? Almenna bókafélagið, Reykjavík 2013, 239 bls . Eftir Jón Magnússon Höfundur þessarar bókar velur þann kost að rekja atburði í tímaröð eins og Guðni Th . Jóhannesson gerði í bók sinni Hrunið sem kom út árið 2009 . Þessi framsetning þýðir að frásögn af at burðum verð ur aðalatriðið . Þetta er vel gert hjá höfundi og lesandinn gerir sér góða grein fyrir at burða rásinni og hvað oft mun aði litlu að illa færi . Bók in er vel og lipurlega skrif uð og þar koma fram upp lýsingar sem eru mikil- væg ar og varpa skýru ljósi á það sem gerðist þessa örlaga ríku mánuði í lok árs 2008 og í janúar 2009 . Tæp 5 ár eru liðin frá at- burðunum sem lýst er í bók inni . Á þeim tíma hefur gefist ráðrúm til að kanna hverjir það voru sem beittu sér hvað harðast í átökum við lögreglu þegar atlaga var gerð að Alþingi, ríkisstjórn og ákveðnum hlutum íslenska stjórnkerfisins . Helsti galli bókarinnar er sá að takmarkað er rýnt í það hverjir stóðu að atganginum á gamlársdag þegar útsending Stöðvar 2 á svonefndri Kryddsíld var rofin auk annars og síðan hvað varð til þess að hörkul egar árásir voru gerðar á Alþingi og lögreglu þjóna sem voru við skyldustörf 20 . og 21 . janúar 2009 . Höfundur bók arinnar spyr hvort bús - áhalda bylt ingin hafi verið skipu lögð eða sjálfsprottin og hann svarar því þannig að það sé bæði og . Hann bendir á að áhrifa- mikil öfl hafi séð sér hag í mótmælunum og ýtt undir þau með öllum tiltækum ráð um . Höf undur gerir hins vegar tak markaða grein fyrir því í bók inni hvaða öfl það séu ef undan er skilin um fjöllun um að komu nokkurra for ustu manna Vinstri grænna og skrif stofu flokks ins í ná grenni Alþing- is, auk að komu ákveð ins hóps stjórn leysingja . Þessi hóp ur stjórn leys ingja, sem höf und ur vís ar til, var raun- ar stuðn ings fólk Vinstri grænna þegar harð asta at lag- an var gerð að réttarrík inu síðari hluta jan úar 2009 . Höfundur getur réttilega um að „bús- áhalda byltingin“ hafi einnig verið sjálf- sprottin . Hann bendir á þá miklu reiði sem braust út við bankahrunið og segir m .a .: „Reiðin verður skiljanlegri þegar hafðar eru í huga ýmsar sjálfsblekkingar sem við- geng ist höfðu á árunum fyrir hrun, þegar Bókadómar _____________ „Bylting“ sem reyndist þjóðinni dýr

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.