Þjóðmál - 01.06.2013, Page 78

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 78
 Þjóðmál SUmAR 2013 77 skilgreind markmið? Hvað þá skipulagða og harðsvíraða aðila . Ríkisstjórnin fellur Össur Skarphéðinsson taldi ríkisstjórn Geirs H . Haarde ekki á vetur setjandi í des- ember 2008 og byrjaði þreifingar til ann- arra flokka . Ótrúlegt var að verða vitni að þeim óheilindum sem komu fram hjá ýmsum þingmönnum flokksins gagnvart fár veikum formanni sínum, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, allt frá því í október 2008 og þar til yfir lauk . Athyglisvert var að sjá með hvaða hætti Jó hönnu-liðið úr Þjóðvaka og gömlu komm arnir úr Alþýðubandalaginu beittu sér þegar þreifingar félaga Össurar á þeim fóst bræðrum Ögmundi og Steingrími urðu þéttari . Bókarhöfundur víkur að þessu í framhjáhlaupi en ekki að því hvaða forustu menn íslenskra stjórnmála áttu börn sem voru handtekin fyrir að fara óðslega fram í mótmælunum þegar harðast var sótt að Alþingi . Það er eitt af því sem sagnfræðingar framtíðarinnar munu gefa nánari gaum . Forusta Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma áttaði sig ekki á stöðu sinni og hvað þurfti til að koma stjórn á þjóðfélagið . Bókar höfundur víkur að því að þegar Geir H . Haarde bauðst til að víkja sem forsætis- ráðherra hafi Sjálfstæðisflokkurinn sett fram tillögu um að Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir yrði forsætisráðherra . Hvað svo sem líður kostum þeirrar ágætu konu þá var hún of tengd bankahruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess . Eini maðurinn sem hefði verið hægt að bjóða upp á sem forsætisráðherraefni úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma var Björn Bjarnason dóms- mála ráðherra, en hann var algerlega ótengdur bæði bankamönnum og útrásar- víkingum sem höfðu raunar að honum sótt með ósmekklegum hætti . Byltingin dýra Byltingum er oft rænt . Machiavellist arn ir í Samfylkingunni og forustumenn Vinstri Grænna rændu búsáhaldabyltingunni . Þessi bók fjallar um orsakir búsáhalda- byltingarinnar, atburði og atvik, en henni er ekki ætlað að gera skil þeim alvarlegu afleiðingum sem þessi svonefnda bylting olli — óstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig- urðar dóttur . Búsáhaldabyltingin stöðvaði björgunar- aðgerðir á viðkvæmasta stigi . Búið var að vinna það þrekvirki að bjarga bankastarfsemi á Íslandi með því að stofna nýja banka sem enn lifa góðu lífi . Gömlu bankarnir voru komnir í slitameðferð og farið að verja eignir þeirra . Rannsóknir á afbrotum og aðdraganda bankahrunsins voru hafnar . Ólætin gerðu ríkisstjórnina nánast óstarf- hæfa og það leiddi til þess að ákvarðanir frestuðust . Afdrifaríkast var að Jóhanna Sigurðardóttir skyldi koma í veg fyrir að taka verðtryggingu lána úr sambandi og E ini maðurinn sem hefði verið hægt að bjóða upp á sem forsætisráðherraefni úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma var Björn Bjarnason dóms mála ráðherra, en hann var algerlega ótengdur bæði bankamönnum og útrásar víkingum sem höfðu raunar að honum sótt með ósmekklegum hætti .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.