Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 85

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 85
84 Þjóðmál SUmAR 2013 stöðvaður á Mýrargötunni í Reykjavík af hollenskum föður sem hingað var kominn með barnungan son sinn í þeirri von að geta hitt á skáksnillinginn . Um leið og reynt var að greiða götu hans virtist eðlilegt að benda honum á að gera sér ekki of miklar vonir . Flestir, sem komust í tæri við manninn Bobby Fischer, urðu að lokum fyrir vonbrigðum . Hann gerði lítið í því að geðjast fólki og alls ekkert fyrir þá sem hann þekkti ekki deili á . Í bók sinni leitast banda- ríski rit höf undurinn Frank Brady við að svara spurn- ingunni: Hver var Bobby Fischer? Brady kynntist Fischer ungum að aldri og kom meðal annars til Íslands að afla heimilda og virðist hafa gert það nokkuð ítarlega . Hann hefur áður meðal annars skrifað ævisögur Orson Welles og Onassis skipa- kóngs . Brady skrifar læsi- legan og skemmtilegan texta og hefur góða frásagnargáfu . Hann hefur leitað víða fanga og rætt við marga af þeim sem kynntust Fischer . Frásögn hans er heilsteypt, ítarleg og fróðleg en ekki villulaus . Það er Jón Þ . Þór, sagnfræðingur og skákmaður, sem þýðir bókina og gerir það með ágætum . Jón gerþekkir skáksöguna og leiðréttir Brady á nokkrum stöðum; í sumum tilfellum er um að ræða saklausar missagnir en í öðrum tilvikum eru heldur meinlegar villur, sbr . bls . 77, 90, 125, 127, 139, 143, 234, 290, 338 og 367 . Brady hefði gert vel ef hann hefði fengið Jón Þ . Þór til að lesa yfir bókina áður en hún fór á almennan markað erlendis en íslenskir lesendur njóta þekkingar Jóns . Skákin hefur löngum haft orð á sér fyrir að vera íþrótt undrabarnanna (e . prodigy) . Hin meðfæddi hæfileiki sé lykillinn að því að ná frama . Saga Bobby Fischers tónar að mörgu leyti við kunn minni úr skáksög- unni, hvort sem það er ævi skákmanna eins og Paul Charles Morphy (1837–1884) eða skáldsögur eins og Manntafl eftir Stefan Zweig . Allt gengur það út á að skákin geti verið hættulegur förunautur þar sem hún kalli yfir fylgismenn sína einangrun, ómennskt álag og að lokum sturlun . Saga Fischers dregur þetta allt fram með sláandi hætti . Endatafl hefur þá kosti að hún segir sög una frá víðu sjónarhorni . Hún er því ekki síður fróðleg aflestrar fyrir þá sem hafa lítinn eða takmarkaðan skilning á skák en þess meiri áhuga á sálfræði eða jafnvel stjórnmálum kalda stríðsins . Hvað það var nákvæmlega sem skóp persónu Fischers og mótaði hæfileika hans í skák er erfitt að segja . Margir samhangandi þættir eru þar án efa að verki . Fischer heillaðist snemma af leikjum og þrautum og þegar hann kynnist skákinni varð ekki aftur snúið . Ekki vantaði hæfileikana . Sagan rekur með ágætum þróun Fischers sem skákmanns og óhætt er að segja að fáir hafi hrifsað til sín heimsmeistaratitilinn með jafn afgerandi hætti . Engum duldist að hann var á þeim tíma með getu og þroska langt umfram aðra skákmenn . Skákstíll hans var kristalstær í rökhyggju sinni, öfugt við manninn Bobby Fischer, þar sem allt var í rugli . Smám saman tóku skapbrestirnir völdin og það var eins og Fischer hefði tapað markmiðum sínum eftir að hann varð heimsmeistari . Engin leið reyndist að draga hann aftur að skákborðinu þó verðlaunaupphæðirnar, sem boðnar voru, hafi verið svimandi . Líklegt verður að telja að hefði Fischer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.