Þjóðmál - 01.06.2013, Page 89

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 89
88 Þjóðmál SUmAR 2013 Sá sem sér allt og ekkert fyrir Ha-Joon Chang: 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá . Ólöf Eldjárn þýddi . Vaka- Helga fell, Reykjavík 2012, 336 bls . Eftir Geir Ágústsson Vinsælt lesefni á frjálsum markaði er bækur sem fjalla um ókosti hins frjálsa markaðar . Óhætt er að segja að bókin 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá sé af því tagi . Hana má í stuttu máli kalla hug leiðingar and- kapítalista, og fyrir áhugafólk um slíkt hugarfar er bókin eflaust ágæt þótt margar betri séu til . Höfundur fer grunnt í mörg mál en skrifar lipran texta og aðgengilegan fyrir þá sem vilja fræðast um skoðanir hans á ýmsum málum . Mikill áhugi á lesefni um ókosti hins frjálsa markaðar er e .t .v . skiljanlegur . Allir geta nefnt eitthvað sem þeim finnst að í samfélaginu í kringum sig . Okkur er sagt að við búum í frjálsu markaðshagkerfi þar sem ríkisvaldið er bara lítill aukaleikari, og það sem er að í samfélaginu hlýtur því að vera til vitnis um gallana á slíku hagkerfi . Bók Ha-Joon Chang, 23 atriði um kapítal­ isma sem ekki er sagt frá (nema af Ha-Joon Chang), er dæmi um bók sem skilur lesand- ann eftir með það á tilfinningunni að fátt sé til ráða til að bjarga heiminum frá glötun og fátækt nema fylgja leiðbeiningum hans um aukin ríkisafskipti . Bókin skilur að vísu ekki eftir neina skýra slóð af vel rök studdum ályktunum . Hún er troðfull af mótsögnum, svo að vægt sé til orða tekið . Höfundur er mjög stoltur af athugasemd um sínum, sem hann heldur að séu frum legar, en reynast flestar kunnuglegar þegar betur er að gáð og eiga rætur að rekja til yfirlýstra andstæðinga hins frjálsa fyrirkomulags á markaði og í samfélaginu . Til að rökstyðja mál sitt notar höfundur gjarnan hugmyndir hagfræðinnar, sem bókin styðst við „frá upphafi til enda“ (bls . 289), þótt þau ágætu fræði, að sögn höfundar, „virðist ekki skipta máli fyrir hagstjórn í alvöru- heiminum“ (bls . 285) . Bókin er enda eins og klofinn persónuleiki, full af innri mótsögn- um sem hljóma margar hverjar fræðilegar en eru ósannar . Hagfræðiskilningur höfundar ristir grunnt . Hann virðist til dæmis ekki skilja uppruna, hlutverk eða eðli fjármagns, þótt stöku sinnum bregði fyrir votti af slík- um skilningi . Þetta er mikill galli sem setur svip sinn á flesta kafla bókarinnar . Höfundur treystir á að lesandinn sé illa að sér í sögu, búi yfir töluverðum fordómum í garð Bandaríkjanna og Bretlands, og geti allt í senn verið bæði með og á móti sömu hlutunum, eftir því hvað hentar hverju sinni . Höfundur telur til dæmis að kapítalismi sé „besta hagkerfið sem maðurinn hefur fundið upp“ (bls . 15) en skilgreinir þá kapítalisma ekki sem frjálst markaðshagkerfi heldur eitthvað allt annað . Þannig tekst honum að koma fram sem saklausum umbótasinna, sem allir kapítalistar ættu að taka mark á, þótt undir niðri slái hjarta sósíalistans . Einhver gæti kallað slíkan mann úlf í sauða rgæru . Sögulegur skilningur höfundar er í ætt við skrif vinstriprestanna Pauls Krugman í Bandaríkjunum og Þorvalds Gylfasonar á Íslandi . Mótsagnirnar vantar ekki hér frekar en í öðru í bókinni . Á einum stað er okkur t .d . sagt að „tilslakanir í regluverkum um fjármála- og atvinnustarfsemi“ (bls . 14) hafi verið gerðar undanfarna áratugi (og þess vegna kom kreppa), en eftir því sem líður á bókina kemur í ljós að margar og strangar reglur, ekki síst um bankastarfsemi (bls . 25), hafi orðið eftir í meintri afreglun Vesturlanda . Höfundur talar öðrum þræði um „tilslakanir“ í regluverki og „afnám“ hafta (bls . 275), en hins vegar að „sterkara regluverki“ hafi verið komið á (bls . 29) .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.