Þjóðmál - 01.06.2013, Page 96

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 96
 Þjóðmál SUmAR 2013 95 Þótt umbótatillögur Jóns Steinars sýn ist yfirleitt skynsamlegar mættu sumar þeirra missa sig . Til dæmis tillaga hans um rök- ræður dómara við fólkið í landinu . Ís lensk umræðuhefð er ekki þess eðlis að líklegt sé að slíkt myndi auka virðingu réttar ins eða leiða til betri skilnings al menn ings á þeim störfum sem dómarar inna af hendi . Best fer á því að dómarar segi sem minnst á opinberum vettvangi og láti við það sitja að tala í dómum sínum . Fjarlægði n gagnvart almenningi skapar auk þess tilhlýðilega virðingu . En virðingin er fljót að hverfa ef dómararnir sýna það með verkum sínum að þeir verðskuldi hana ekki . Það var átakanlegt að fylgjast með því á upphafsárum aldarinn- ar hversu lágt hæstaréttar dóm arar gátu lotið til að búa svo um hnútana að um sækjendur um starf hæstaréttardómara, sem þeim voru þóknanlegir, kæmust að en útiloka þá sem þeim voru ekki þókn anlegir . Þetta kom berlega í ljós þegar Jón Steinar sjálfur sótti um starf hæsta réttar dómara . Hæstaréttar- dómarar, sem hegða sér með slíkum hætti, sýnast ekki vandir að virðingu sinni . Þótt Jón Steinar leggi til að dómstigin verði þrjú mælist hann til þess að meginreglan sé sú að hvert mál fari aðeins á tvö dómstig . Það ætti því að vera hægt að skjóta máli af fyrsta dómstigi beint til Hæstaréttar ef leyfi réttarins fengist til þess vegna fordæmis gildis málsins og mikilvægis þess fyrir réttar kerfið í heild sinni . Þó mætti Hæstiréttur í einstaka tilvikum heimila áfrýjun af öðru dómstigi til sín . Þetta sýnist óþarflega flókið . Einfaldast væri að meginreglan væri sú að öll mál væru útkljáð á fyrsta og öðru dómstigi, Ein af hinum skemmti legu teikningum Gunn laugs SE Briem sem prýða kver Jóns Steinars . Text inn sem fylgir þessari mynd er svohljóðandi: „Kór dóm stóll.“ Dómarar hafa til hneig ingu til að leita skjóls hver af öðrum og koma sér þannig fyrir undir sameiginlegri hlíf . Með þeim hætti forðast þeir að taka persónulega ábyrgð á verkum sínum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.