Þjóðmál - 01.12.2013, Page 8

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 8
 Þjóðmál VETUR 2013 7 1 . I . R íkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn-laugssonar sat undir ásökunum í um hálft ár um að standa ekki við kosningaloforð sín . Einkum var sótt að forsætisráðherran um sem tók mest upp í sig fyrir kosningar um aðgerðir til að létta undir með skuldugum heimilum . Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efna- hagsmálaráðherra, steig varlegar til jarðar fyrir og eftir kosningar . Aðgerðirnar kynntu þeir saman á blaðamannafundi í Hörpu síðdegis laugardaginn 30 . nóvember undir heitinu Leiðréttingin . Markmiðið er að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu . Annars vegar er um að ræða lækkun höfuðstóls verðtryggðra hús- næðislána og hins vegar skattaívilnun vegna sér eignarlífeyrissparnaðar sem fellur til eftir að aðgerðin er komin til fram kvæmda . Unnt verður að ráðstafa séreignar lífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls og býðst sú leið öllum þeim sem skulda húsnæðislán óháð lánsformi . Heiti áætlunarinnar, sem hönnuð var af nefnd undir formennsku dr . Sigurðar Hann es sonar stærðfræðings, ber með sér að stigið sé varlega til jarðar í því skyni að rétta hlut þeirra sem urðu illa úti vegna banka- Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Skjaldborgin reist af hægri mönnum — Morgunblaðið 100 ára — Reykjavíkurvandi sjálfstæðismanna

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.