Þjóðmál - 01.12.2013, Side 11

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 11
10 Þjóðmál VETUR 2013 III . Í lok hringferðarinnar um landið lét Morg unblaðið gera fyrir sig könnun á fylgi flokka í sveitarstjórnum víða um land . Þegar þetta er skrifað vekur mesta athygli hve illa Sjálfstæðisflokkurinn stendur í Reykjavík . Fylgisleysi flokksins þar minnir helst á neyðaróp manns um borð í sökkvandi skipi . Könnunin í Reykjavík var að vísu gerð á óheppilegum tíma þegar tekist var á um skipan lista flokksins . Nýr maður, Halldór Halldórsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Ísafirði, bauð sig fram í fyrsta sæti og hlaut sigur . Að fyrr- ver andi bæjarstjóri í öðru sveitarfélagi skyldi sjá tækifæri til að sigra í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík segir mikla sögu um veika stöðu sveitarstjórnarmanna flokksins . Þátttaka í prófkjörinu þótti ekki mikil . Við hverju mátti búast miðað við aðdrag- andann? Innan Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- manna í Reykjavík, var tekist á um hvort efnt skyldi til svonefnds „leiðtogaprófkjörs“, það er að kjörinn yrði sá sem ætti að leiða flokkinn og verða borgarstjóraefni hans . Hugsunin að baki þessari hugmynd er meðal annars sú að ákveði þingmaður að láta reyna á styrk sinn til að leiða listann geri hann það í slíku prófkjöri . Tapi hann situr hann áfram sem þingmaður eins og ekkert hefði í skorist . Flóknara er fyrir slíkan mann að taka þátt í hefðbundnu prófkjöri . Nái hann ekki fyrsta sæti þar en þó einu af efstu sætunum er erfitt að hverfa á brott . Eftir að tillagan um leiðtogaprófkjörið var felld reiddust flutningsmenn hennar og lögðu til að ekki fengju aðrir að taka þátt í prófkjörinu en þeir sem hefðu greitt félagsgjald . Var það samþykkt í einhverjum uppreisnaranda án þess að hafa hagsmuni flokksins sem opins, lýðræðislegs vettvangs að leiðarljósi . Var rækilega skýrt frá þessari samþykkt í fjölmiðlum en hitt fór ekki jafnhátt að samþykktin varð að engu þegar í ljós kom eftir nánari athugun að hún var óframkvæmanleg . Prófkjörið varð að lokum opnað öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum . Hins vegar var ákveðið að þeir sem tækju þátt í því fengju ekki að velja fleiri en sex á list- ann . Þessi tilhögun gefur kjörnefnd meira svigrúm en ella væri til að raða þeim tiltölu- lega ofarlega á lista sem henni eru að skapi . Ákvarðanir kjörnefndar í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 2013 báru þess merki að þar réð geðþótti nefndarmanna meiru en atkvæði kjósenda í prófkjörinu . Það sem lýst er hér að ofan má fella undir orðið uppdráttarsýki, það er að eitthvað sé að veslast upp . Miðað við fylgi sjálfstæðismanna í öðrum sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins á þetta einkar vel við um stöðu flokksins í Reykjavík . Nú ætti að vera höfuðkappsmál flokksforystunnar í Reykjavík, þeirra sem leiða flokksstarfið þar, að finna rót sjúkdómsins og ráðast að henni . Hvað er það sem veldur hruni Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni? Þessi Nú ætti að vera höfuð-kappsmál flokksforystunnar í Reykjavík, þeirra sem leiða flokksstarfið þar, að finna rót sjúkdómsins og ráðast að henni . Hvað er það sem veldur hruni Sjálfstæðisflokksins í höfuð- borginni? Þessi spurning ætti að brenna á vörum allra sem vilja efla og styrkja flokkinn .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.