Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 17

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 17
16 Þjóðmál VETUR 2013 IV Teikningar Helga Sigurðssonar Matthías Þórðarson þjóðminjavörð ur segir í grein í Óðni 1908, að Helgi Sigurðsson hafi skýrt Jóni forseta frá því, að daginn eftir andlát Jónasar, hinn 26 . maí 1845, hafi hann farið að líki Jónasar [á Friðriksspítala], færði hann í búning hans og reisti hann upp . Hann dró upp mynd af honum, eins vel og nákvæmlega eins og hann gat, — mynd af líki Jónasar . Líkaminn var svo sem fallinn saman og höfuðið sigið niður á bringuna .* Það kann að vekja furðu að óviðkomandi maður fari að líki á opinberum spítala, færi það í búning og reisi það upp og geri mynd af því . Þá ber að hafa í huga að Helgi Sig urðs- son var um þessar mundir við nám í lækn- is fræði við háskólann í Kaupmanna höfn og Frið riksspítali var háskólasjúkrahús . Í Listasafni Íslands eru varðveittar fjórar teikningar eftir Helga Sigurðsson af Jónasi Hallgrímssyni . Í fyrsta lagi blýantsteikning sú, sem gerð var 27 . maí 1845 og nefnd er hér að framan sem myndin af líki Jónasar, LÍ 151 (4 . mynd) . Í öðru lagi er það teikning á sama blaði, hálfvangamynd, merkt LÍ 152 (5 . mynd) . Myndin er dregin mjúkum drátt- um, hlutföll og fjarvídd eðlileg og persónu - einkenni einkar skýr, mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn, ennið allmikið, rétt­ nefjaður og heldur digurnefjaður, granstæðið vítt, vangarnir breiðir, kinnbeinin ekki eins há og tíðast er á Íslandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega þykkvar, stóreygður og móeygður, svo notuð séu orð Konráðs úr lýsingunni sem nefnd var hér að framan . Á þessari mynd vekja sérstaka athygli * Matthías Þórðarson: „Myndir af Jónasi Hallgrímssyni .“ Óðinn, 3 . blað júní 1908, 17 . 6 . Svartkrítarteikning Helga Sigurðssonar . Jónas á lík bör unum, færður í búning sinn . LÍ 153 . döpur augu undir þungum augnlokum sem skjóta skökku við lýsingu Konráðs þegar hann segir að ekki verði því lýst, hversu mikið fjör og hýra var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðsamt um að tala. En hafa ber í huga að hér er maður sem bíður dauða síns, hann vissi að hann gæti ekki lifað, eins og eftir honum var haft . Hár og hnakki, eyra og háls eru hins vegar ekki teiknuð að fullu heldur aðeins dregin fáum dráttum, og verður vikið að því hér á eftir . Þriðja teikning Helga Sigurðssonar af Jónasi, sem varðveitt er í Listasafni Íslands, er svartkrítarteikning, merkt LÍ 153 (6 . mynd) . Þetta er vangamynd, vandlega unnin, þótt á henni sé nokkur viðvaningsbragur, einkum er fjarvídd brengluð . Þá er vinstri upphandleggur of digur, bakið óeðlilegt og eins og undið upp á hægri öxl og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.