Þjóðmál - 01.12.2013, Side 18

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 18
 Þjóðmál VETUR 2013 17 hnappagöt á jakkaboðungnum standast ekki á . Sjálf vangamyndin er eðlilega skyggð, eyrað teiknað mjög nákvæmlega og hárið niðurkembt og teiknaðar bólur á vanga og skegghýjungur á kjálkabörðum . Hugsanlega er þetta mynd sú sem lögð var fram á fundi í Fjölnisfélaginu 16 . nóvember 1845 og vikið verður að hér á eftir .* Fjórða teikning Helga Sigurðssonar í Listasafni Íslands af Jónasi er ófullgerð blýantsteikning, vangamynd, merkt LÍ 154 (7 . mynd) . Þessi blýantsteikning er sennilega gerð eftir svartkrítarteikningunni . Hlutföll eru enn óeðlileg, höfuð of stórt miðað við bolinn og vinstri handleggur of grannur . Hugsanlega er þessi ófullgerða teikning frumgerð myndar þeirrar sem lögð var fram í Fjölnisfélaginu 18 . janúar 1846 og vikið er að hér á eftir . * Athygli lesandans skal vakin á því, að ef mynd inni er snúið um 90º, sést að þetta er teikn ing af manni sem liggur á bakinu . Á þetta einnig við um myndina LÍ 151 (1 . mynd) . V Fyrsti íslenski ljósmyndarinn Helgi Sigurðsson fæddist á Ísleifsstöð-um á Mýrum 2 . ágúst 1815, var tek inn í Bessastaðaskóla haustið 1835 og lauk þaðan prófi vorið 1840, en sigldi þá til Hafnar og tók um haustið inntökupróf í há- skól ann . Hann gaf sig fyrst að lögfræði en las læknisfræði á sjötta ár og var kominn að lokaprófi vorið 1846 . Fyrir bænastað móður sinnar, sem lá fyrir dauðanum, fór hann heim áður en hann lauk prófi í læknisfræði, til þess að reyna að lækna hana, að því er Matthías Þórðarson segir, en með þeim ásetningi að fara aftur til Hafnar og ljúka námi .** Ekkert varð hins vegar úr því . Helgi Sigurðsson tók við búi á móðurleifð sinni á Jörfa og bjó þar til 1866 . Þá vígðist hann til prests, fimmtugur að aldri, sat fyrst að Setbergi í Eyrarsveit og síðar að Melum í Melasveit . Í áður nefndri grein í Óðni segir Matthías Þórðarson að þegar Jónas dó hafi engar myndir verið til af honum, og Matthías bætir við: Hann hafði að sögn aldrei í lifanda lífi leyft nokkrum að gera mynd af sjer . Þetta vissi Helgi Sigurðsson frá Jörva, sem þá dvaldi við nám í Höfn er Jónas dó . […] Helgi hefur líklega verið kunnugur Jónasi og vitað vel hver maður hann var . Hann lagði meðal annars stund á dráttlist og hefur máske oft beðið Jónas um að mega reyna að gera mynd af honum, en ekki fengið .*** Helgi Sigurðsson lagði hins vegar ekki aðeins stund á dráttlist í Det kongelige danske kunst akademi í Charlottenborg við Kong ens Nytorv . Haustið 1842 tók hann að nema þar ** Matthías Þórðarson: Íslenzkir listamenn . Reykjavík 1920, 48–66 . *** Matthías Þórðarson: „Myndir af Jónasi Hallgrímssyni .“ Óðinn, 3 . blað, júní 1908, 18 . 7 . Ófullgerð blýantsteikning eftir Helga Sig- urðss on . LÍ 154 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.