Þjóðmál - 01.12.2013, Page 20

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 20
 Þjóðmál VETUR 2013 19 Í Dægradvöl segir Benedikt Gröndal Svein - bjarnarson frá því að Helgi Sigurðsson „lagði sig eftir málaralist, en hann var orð inn of gamall og stirður, svo allt sem hann mál aði varð þar eftir stirt og ljótt, eins og sjá má af myndinni af Hannesi biskupi Finns syni“ .* Og Benedikt Gröndal heldur áfram: Seinna tók Helgi fyrir að „daguerrotypera“ (fotografía var þá ekki til komin) og gerði það illa; þá hafði hann aðsetur í garði [þ .e . húsi] nokkrum í Stóru kóngsins götu; þangað fóru einhverju sinni nokkrir Íslendingar í hóp og létu hann mynda sig, þar á meðal var Konráð; hann lagði eplaskurn yfir annað augað á sér, en Helgi sá það ekki og skildi ekkert í, hvernig myndin hefði orðið svo út lítandi .** Ummæli þessi bera ekki síður Benedikt Gröndal vitni en Helga Sigurðssyni en Grönd al gat verið bæði illskeyttur og ósann- gjarn í dómum um menn og málefni . Í uppskrift á dánarbúi Helga Sigurðsson ar frá árinu 1888 er getið um fótógráfíumask ínu með tilheyrandi sem metið er á 10 krónur, jafnmikið og fjögurra manna far með búnaði, að því er Inga Lára Baldvinsdóttir segir í grein í Árbók Hins íslenska forn leifafélags 1982 .*** Helgi Sigurðsson hefur því ekki aðeins lært að daguerrotypera meðan hann var í Höfn heldur hefur hann einnig tileinkað sér ljósmyndun og vænt an lega keypt fótógráfíumaskínu frá Kaup mannahöfn þegar hann hafði efni á, enda stundaði hann ljósmyndun síðari ár ævi sinnar og eru varðveittar eftir hann ljós- * Bent skal á að Helgi Sigurðsson er innan við þrítugt, þegar hann hefur nám í myndlist við listaháskólann í Kaupmannahöfn, en er að vísu ellefu árum eldri en Benedikt Gröndal — og það gerir gæfumuninn . ** Dægradvöl 1965, 146–147 . *** Inga Lára Baldvinsdóttir: „Dagerrotýpur á Íslandi og fyrstu ljósmyndirnar .“ Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1982, 146 . myndir . Hugsanlegt er einnig að með fótó­ gráfíu maskínu með tilheyrandi úr dánar búi hans hafi leynst fleiri tæki og tól – jafnvel camera lucida, hvar sem þau eru nú niður komin . VII Konráð Gíslason um mynd af Jónasi Hinn 17 . júní 1844 skrifaði Konráð Gísla son Brynjólfi Péturssyni frá Dresd en þar sem hann talar um að láta „daguer ro typera“ sig þar í borg og bætir svo við: […] rektu nú á eptir Jónasi, Brynjólfi og Grími, að þeir drepi höfðinu í loptið, svo myndirnar verði til eptir þeirra dag, svo skal jeg sjá um, þegar þeir eru dauðir, og jeg er orðinn blindur, að þær verði stungnar í kopar .**** Hér má sjá að Fjölnismenn þekktu hina nýju ljósmyndatækni og hafa rætt um það sín á milli að láta gera af sér myndir og Kon ráð hefur hvatt vini sína til að láta ljósmynda sig, enda var nýtt tímabil í gerð manna mynda að hefjast . VIII Teikning eftir ljósmynd Fyrir nokkrum árum hóf ég að skrá mynd ir og myndverk sem tengjast Jónasi Hallgrímssyni og verkum hans, bæði teikn ingar og málverk af honum sjálfum og myndir og myndskreytingar við ljóð hans og sögur — svo og málverk og teikningar tengdar Hrauni í Öxnadal . Skráningin er **** Bréf Konráðs Gíslasonar, Aðalgeir Kristjáns son bjó til prentunar . Reykjavík 1984, 81 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.