Þjóðmál - 01.12.2013, Page 30

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 30
 Þjóðmál VETUR 2013 29 Tillaga mín er: Flugbrautir út að Löngu -skerjum, og flugvélastæði á upp fyll- ingu á grunnsævinu undan lóð Skeljungs í Skerjafirði og sunnan Skild inga ness . Á næstu bls . lýsi ég flugvallarstæðinu með hliðsjón af korti af frá Sjómæling um Íslands; mælikvarði 1:15000 (sjá bls . 30–32) . Með þessum hætti væri hægt að stækka mikið land fyrir vesturbæ og miðbæ borgar- innar til framtíðarnytja . Nú þegar þyrfti að byrja að taka við öllu fyllingarefni, sem fellur til gefins á Reykjavíkursvæðinu . Það færi svo eftir hraða framkvæmda hversu fljótt þetta myndi styrkja miðbæjarkjarna borgarinnar og ímynd, sem og varanlegt útlit . Vissulega þarf stórhug, fjármagn og tíma, en verðmætin eru mikil . Ekki má gleyma því að á móti kostnaði við flug- brautir á Lönguskerjum fengist dýrmætt land, allt flugvallarsvæði núverandi vallar . Ef Reykjavíkurborg ætlar að kasta frá sér flugvellinum mun Reykjanesbær taka til sín mikið af þjónustu og viðskiptum landsbyggðarfólks og sjúkraþjónustu þar sem besti flugvöllurinn yrði þar sem lands- byggð ar fólk fengi þjónustu . Ef akbraut væri lögð frá Njarðargötu yfir Hringbraut og ofan á suður-norður- flugbrautina, beygði svo í vestur út á Löngu- sker, yfir brú út á Álftanes að Bessa staða vegi og væri síðan tengd Reykjanes braut þyrfti ekki að grafa göng undir Öskjuhlíð . Inn- an austur-vestur-varnargarðsins ætti að gera ráð fyrir 2x2 meginakbraut að enda „Hólm- ur“ (sjá kortið á bls . 31) . Sömuleiðis 1x1 strætis vagnabraut eða lestarbraut auk 1x1 hjól reiðabrautar . Þegar norðvestur-suð aust- ur-brautin og flughöfnin yrði byggð tengdist akbrautin aflagðri flugbraut norð ur-suður og yrði tengd Hringbraut-Njarðar götu . Þegar nýja suðaustur-norðvestur-flug - braut væri tilbúin tengdist Suðurgata móts við „Nes aero R .C“ (sjá kortið bls . 31) við gömlu austur-vestur flugbrautina og sam- einaðist gamla norður-suður-flugbrautar- vegi . Þessi vega gerð á nýlega endurgerðum flug braut um ætti að vera glæsileg með mikl- um trjám, birki- og reyniviðarberjatrjám, meðfram að skild um brautum, eins konar „Under Den Lind en“-hugmynd, og göngustígum (gang braut um) yfir brú byggðri við „Hólmur F-I-R-5s“, sem hefur stefnu frá dýpi 2m til 0,7m yfir mitt stærsta sker „Hólmar“ yfir í stefnu til stafsins „y“ Magnús Bjarnason Nýr flugvöllur í Reykjavík Flugbrautir á Lönguskerjum — flughöfn sunnan Skildinganess

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.