Þjóðmál - 01.12.2013, Page 41

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 41
40 Þjóðmál VETUR 2013 „Hef aldrei skilið afhverju þöggun er svona lítið beitt á [ . . .] alla þessa kalla sem eiga nákvæmlega 0 erindi inn í vitræna umræðu .“ Björg Eva Erlendsdóttir, í stjórn Ríkis útvarpsins Stjórnarskrárbundin réttindi sæta nú árásum sem aldrei fyrr . Helst er vegið að tjáningar- og trúfrelsinu og þá einkum af þeim sem sótt hafa sér aukinn rétt einmitt fyrir tilstilli þessa frelsis . Í öllum löndum heims er að finna einhvers konar útgáfu af stjórnarskrá, en það sem einkennir stjórnarskrár Vesturlanda umfram aðrar er áherslan á menningarlegt frjálslyndi er tryggir öllum borgurum frelsi til tjáningar og trúar . Rök hníga að því að þetta frelsi sé nú í hættu og bendir tilvitnunin hér að ofan óneitanlega til þess að það standist . Múhammeðs-teikningarnar í Jyllands­Posten færðu okkur sönnur á að slík stjórnar skrár- réttindi hafa takmarkað gildi þegar efna- hags lífi þjóða er ógnað . Svo ekki sé minnst á líf og limi þeirra sem lifa vilja samkvæmt þessum réttindum . Enn minna gildi hafa þessi réttindi í munni manna eins og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, sem tveimur árum eftir birtingu áðurnefndra teikninga sagði, í viðtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph, að hann vildi verja rétt fólks til tjáningar þótt það kostaði særindi og myndi jafnvel misbjóða öðrum einstaklingum eða hópum . Tilefnið var umræða um blæjuburð múslimskra stúlkna . Með þessu var Barroso þó ekki að vísa til neinna raunverulegra réttinda, aðeins að hann hefði ekkert út á það að setja ef þessar stúlkur kysu að ganga án slæðu í trássi við vilja foreldra eða fjölskyldu . Sagði Barroso: „Fólk á að geta valið þann fatnað sem það kýs að klæðast — svo fremi sem það gengur ekki um nakið .“ Djarft til orða tekið, en hefur lítið vægi ef aðstandendur setja sig upp á móti því . Með þessum orðum tókst honum, fyrir hönd Evrópusambandsins, að smætta hið stórfenglega frelsi einstaklingsins til tjáningar niður í tuskutísku . Sér er nú hvert frelsið, sem þessi húsbóndi 500 milljón manna, sem ekkert fá um það sagt hvort þeir vilja þiggja þjónustu hans eða ekki, er tilbúinn að verja . En það er ekki bara í Evrópu sem aðförin að tjáningarfrelsinu er komin í hágír . Á Íslandi er þessi kúgun hugans komin vel á veg, þótt ekki nái hún því há flugi sem sjá má t .d . í Bandaríkjunum . Há borg tjáningarfrelsisins, sjálf Bandaríki Norður- Ragnhildur Kolka Þar sem rétthugsunin ríkir

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.