Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 45

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 45
44 Þjóðmál VETUR 2013 uppgötvana og fyrir útbreiðslu hugmynda er varða rannsóknir, kennslu og nám . Að setja höft á skoðanafrelsið grefur undan því vitsmunalega frelsi sem skilgreinir markmið okkar“ . Það kom því ýmsum á óvart að sjálfur rektor skólans, hagfræðingurinn Larry Summers*, hrökklaðist úr embætti vegna rétttrúarkröfu innan skólans . Tilefnið var að hann velti upp hugmyndum til íhugunar á ráðstefnu sem fjallaði um skort á kvenkennurum í raunvísindagreinum á háskólastigi . Almenn hystería greip um sig á fundinum og féll einn raunvísindaprófessor í ómegin yfir óskammfeilni rektors þegar hann lagði til, sem einn af þremur kostum til íhugunar, hvort rekja mætti þennan skort til líffræðilegs mismunar . Í sjálfri háborg menntunar í heiminum, þar sem „markmið menntunar byggir á vitsmunalegu frelsi“ kemur rétttrúnaður í veg fyrir að hægt sé að ræða málin á vitsmunalegum nótum . Það má því vel velta fyrir sér hver örlög lítilsigldra nemenda yrðu ef þeir leyfðu sér * Summers hefur verið efnahagsráðgjafi Banda- ríkjaforseta og kom sterklega til greina sem seðlabankastjóri fyrr á þessu ári . að setja fram skoðanir sem stríddu gegn straumnum . Í þessu ljósi verður að skoða eiðinn, sem nemendur þessa virta háskóla eru nú krafðir um undirskrift að þegar þeir hefja námið, þ .e . „að viðhalda einkennum samfélagsins með samheldni og hógværð“ og staðfesta jafnframt að „góðvild vegi til jafns við vitsmunalegan árangur“ . Hljómar dálítið eins og námsskrá Katrínar Jakobsdóttur fyrir grunnskólabörn á Íslandi, en hver og einn getur spurt sig hve lengi Harvard-háskóli haldist í fararbroddi háskóla heimsins með slíka framtíðarsýn . Til glöggvunar læt ég fylgja tengil við hátíðarræðu sem haldin var nýlega í Harvard-háskóla .** Atlagan að tjáningarfrelsinu hefur farið eins og eldur í sinu um öll Bandaríkin og eru aðrir merkir háskólar þar engir eftir- bátar . Nefni ég aðeins nokkra skóla sem þekktastir eru hér á landi og Lukianoff hefur haft afskipti af, svo sem Yale-, Brandeis- og Duke-háskóla, þótt grófasta dæmið hljóti að teljast heila þvottastöðin sem Michigan- háskóli kom á fót, en fyrirmynd hennar getur aðeins hafa komið frá Norður-Kóreu . Enginn skyldi ætla að þessari óáran hafi ekki einnig skolað á land hjá okkur . En þótt háskólar okkar hafi enn ekki komið sér upp jafnóbilgjörnu regluverki og lýst er í Af námi frelsis er það tæpast vegna þess að vilj ann skorti . Má frekar geta sér til að ástæðan sé að leikskólarnir hafi tekið af þeim ómakið . Stjórnarmaðurinn í Ríkisútvarpinu var því ekki að tala út í tómið þegar hann lét þau orð falla sem hér var vísað til í upphafi . Með þeim orðum var stjórnarmaðurinn ekki aðeins að sýna fólki með andstæðar skoðanir örgustu fyrirlitningu, hann var um leið að vara við þeim óábyrga lapsus sem leyfir van- hæfum lýðnum að nýta stjórnarskrána til að ** http://www .mindingthecampus .com/ originals/2013/11/the_slow_death_of_free_ speech Enginn skyldi ætla að þessari óáran hafi ekki einnig skolað á land hjá okkur . En þótt háskólar okkar hafi enn ekki komið sér upp jafn óbilgjörnu regluverk og lýst er í Afnám frelsis er það tæpast vegna þess að viljann skorti . Má frekar geta sér til að ástæðan sé að leikskólarnir hafa tekið af þeim ómakið .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.