Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 52

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 52
 Þjóðmál VETUR 2013 51 því einu að telja birtar greinar og annað sem beinlínis er hægt að kasta tölu á . Það sem verra er, stigakerfið er þannig gert að það fást að jafnaði fleiri stig fyrir grein sem birt er í íslensku tímariti en í einhverju af þeim alþjóðlegu tímaritum sem mestrar virðingar njóta (eins og t .d . Nature) . Það er fráleit stefna að birta á íslensku greinar sem eiga að vera framlag til vísindasamfélagsins, á sviðum sem eru alþjóðleg í eðli sínu, en það gildir um langflest fræðasvið, þar á meðal nánast öll mennta- og félagsvísindi . Staðreyndin er auðvitað sú að mikill fjöldi akademískra starfsmanna í HÍ ræður alls ekki við neinar rannsóknir sem ná máli á þeim alþjóðavettvangi sem skólinn vill gera sig gildandi á . Samt sem áður er ekki nóg með að allt þetta fólk fái stóran hluta launa sinna fyrir að stunda rannsóknir, heldur eru beinlínis sett á laggirnar tímarit sem eru úr öllum tengslum við alþjóðafræðasamfélagið, og því algerlega gagnslaus þessu samfélagi, til að hægt sé að veita undirmálsfólkinu framgang allt upp í prófessorsstöðu, og hækka laun þess umtalsvert . Enda er fjöldi prófessora við HÍ sem nánast ekkert hafa birt á alþjóðavettvangi, og þar með ekkert birt bitastætt, á áratuga löngum ferli . Þetta stigakerfi hvetur starfsmenn annars vegar til að skrifa gagnslausar greinar sem ekki ná máli alþjóðlega, af því auðvelt er að fá þær birtar á Íslandi, og hins vegar hvetur það til framleiðslu á magni, en ekki gæðum . Það er sérstaklega kaldhæðið að færasta vísindafólkið leggur langflest áherslu á gæði, og forðast óþarfa magn, enda kostar dýrmætan tíma að framleiða slök vísindi, þótt það sé afar auðvelt fyrir sæmilegt vísindafólk að fjöldaframleiða ómerkilegar greinar og fá birtar á alþjóðavettvangi . Ég veit ekki til að nokkurn tíma hafi verið lagt til innan skólans að leggja niður þetta fráleita stigakerfi og setja í staðinn raun verulegt gæðamat . Hins vegar hefur, á síðustu árum, verið reynt að hnika áhersl- un um í skárri átt . Þær tilraunir hafa að mestu verið barðar niður . Afleiðingin er að á Íslandi er margfalt fleira fólk á launum en í nokkru sambærilegu landi við að stunda rannsóknir sem eru einskis virði, og sem margar fara beint í þá ruslatunnu sem flest íslensk tímarit eru, því þau eru ólæsileg fyrir meira en 99,9% viðkomandi vísindasamfélags . Falsað bókhald Þótt forysta HÍ hafi ekki reynt að breyta matskerfi skólans þannig að það styddi í raun við yfirlýsta stefnu, og ekkert gert til að byggja markvisst upp öflugt vísindastarf, hefur hún lagt sig fram um að reyna að breyta sjálfum tölunum sem eiga að lýsa styrk skólans . Þannig voru forstjórar Hjartaverndar og Íslenskrar erfðagreiningar gerðir að prófessorum við HÍ, og þar með getur skólinn talið sér til tekna flestallar birtingar og tilvitnanir sem tengjast þessum tveim fyrirtækjum, en þau eru bæði gríðar- Þ annig voru forstjórar Hjarta-verndar og Íslenskrar erfða- grein ingar gerðir að prófessorum við HÍ, og þar með getur skólinn talið sér til tekna flestallar birtingar og tilvitnanir sem tengjast þessum tveim fyrirtækjum, en þau eru bæði gríðarlega öflug í rannsóknum . . . Trúlega réði þessi ráðstöfun úrslitum í því að HÍ tókst að komast inn á einn lista yfir 300 bestu háskóla í heimi, en reyndar sést hann ekki á öðrum slíkum listum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.