Þjóðmál - 01.12.2013, Page 53

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 53
52 Þjóðmál VETUR 2013 lega öflug í rannsóknum . Þetta breytti hins vegar engu um rannsóknastarf innan skól- ans, né efldi það slíkt starf á Íslandi . Trúlega réði þessi ráðstöfun úrslitum í því að HÍ tókst að komast inn á einn lista yfir 300 bestu háskóla í heimi, en reyndar sést hann ekki á öðrum slíkum listum . HÍ hefur líka lagt mikla áherslu á að fjölga doktorsnemum . Það hefur þó ekki verið gert með því að byggja upp það rann- sókna umhverfi sem þarf til að bjóða upp á gott doktorsnám, og ekki hefur heldur verið lögð áhersla á að laða til landsins fram úr skarandi nemendur í slíkt nám . Í stað inn hefur fjöldi manns verið tekinn inn í doktors nám í deildum sem ekki hafa neina burði til að halda uppi öflugu námi . Svo langt hefur verið gengið, til dæmis í við skiptafræðideild, að fólk með engan raun verulegan rannsóknaferil að baki, engar birtingar á alþjóðavettvangi, hvað þá um talsverðan slíkan feril, hefur leiðbeint doktors nemum . Þetta er ekki bara siðlaust, heldur beinlínis brot á reglum skólans sjálfs um hæfi leiðbeinenda . Markmiðið með ofangreindum aðgerðum HÍ er einfaldlega að fegra rannsóknabókhald sitt, að hækka hitastigið með því að halda hitamælinum í greip sinni . Skólinn vill „framleiða“ doktorspróf, en skeytir ekki um hvort nokkur raunveruleg gæði liggja að baki þeim tölum sem hann sýnir um starf sitt . Markmiðið er greinilega að reyna að komast hærra á listum yfir góða háskóla, en ekki að efla starf skólans í raun . Það er svo annað dæmi um misskilda stærð og afl Íslands að halda að hægt sé að byggja upp umfangsmikið doktorsnám við íslenskan skóla án þess að yfirgnæfandi meirihluti nemendanna sé útlendingar . Það er sjálfsagt að bjóða upp á doktorsnám í þeim fáu greinum sem standa vel að vígi og geta boðið upp á gott rannsóknaumhverfi (með margt öflugt vísindafólk í viðkomandi grein) . En Íslendingar eru ekki fleiri en raun ber vitni, og hæpið að telja þá afburðafólk miðað við aðrar þjóðir . Auk þess fer mjög stór hluti íslenskra námsmanna, ekki síst þeir bestu, til útlanda í doktorsnám . Það væri glapræði að reyna að snúa þeirri þróun við, og vonlaust verk að auki . Íslendingar eru einfaldlega of fáir, og of margir þeirra fara, blessunarlega, úr landi í doktorsnám, til að hægt sé að gera ráð fyrir að þeir manni margar stöður doktorsnema innanlands . En HÍ virðist ekkert reyna til að sækja fjölda doktorsnema til annarra landa, á þau svið innan skólans sem standa undir slíku, heldur er hrúgað inn fólki sem er sett í hendurnar á leiðbeinendum sem hafa sjálfir varla stundað nokkrar rannsóknir, hvað þá að þeir ráði við að leiðbeina öðrum . Stjórnvöld í ruglinu Nú má auðvitað spyrja hvort ástæða sé til að halda úti háskólarannsóknum á Íslandi . Burtséð frá þeirri afstöðu að sjálfsagt sé að Ísland leggi sitt af mörkum á því sviði má færa rök fyrir því að það sé jafnvel þjóðhagslega hagkvæmt (þótt sú hagkvæmni myndi líklega aukast til muna ef reynt væri að laða mikið af öflugu Markmiðið með ofangreindum aðgerðum HÍ er einfaldlega að fegra rannsóknabókhald sitt, að hækka hitastigið með því að halda hitamælinum í greip sinni . Skólinn vill „framleiða“ doktorspróf, en skeytir ekki um hvort nokkur raunveruleg gæði liggja að baki þeim tölum sem hann sýnir um starf sitt .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.