Þjóðmál - 01.12.2013, Page 57

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 57
56 Þjóðmál VETUR 2013 Guð blessi Ísland! er það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar þeir hugsa um hrunið . En Týr er ósammála því . Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur rifjað banka hrunið upp, nú á fimm ára afmæli þess . Meðal annars var Geir Haarde feng inn til að ganga um í stúdíóinu 6 . október, þar sem hann flutti frægt ávarp sitt fimm árum áður . En 7 . október lét frétta stofan alveg vera að rifja upp fimm ára gamla atburði . * * * Þann dag voru þó fimm ár liðin frá því að sögð voru þau orð, sem seinna munu þykja táknrænust fyrir hrunið og árin þar á undan . 7 . október 2008 sat formaður bankastjórnar Seðlabankans fyrir svörum í Kastljósi Ríkisútvarpsins og fór þá yfir síðustu atburði og hvað næst myndi gerast . Var þar meðal annars sagt skýrt að íslenska ríkið myndi ekki taka á sig skuldir óreiðumanna . Og þá brá þáttastjórnandinn Sigmar Guðmundsson skarpt við og greip fram í fyrir seðlabankastjóranum sem hafði verið að ræða grafalvarleg mál sem brunnu á allri þjóðinni . * * * En stjórnandanum var auðvitað svo brugðið að hann gat ekki annað en gripið fram í . Og eignaðist þannig þá setningu sem mun lifa lengur en flest ef ekki allt annað sem sagt var í fjölmiðlum á þessum tíma: * * * „Af hverju segirðu óreiðumanna?“ * * * Þessi setning fréttamanns, sem greip þarna fram í með miklum alvörusvip, birtir hugarheim margra íslenskra fjölmiðlamanna og álitsgjafa á þessum örlagaríka tíma . Þeir töldu að hrunið væri stjórnsýslunni að kenna . Embættismenn hefðu klúðrað málunum algjörlega . Þeir hefðu ekki veitt lán, þeir hefðu ekki safnað gjaldeyrisforða, þeir hefðu sagt ranga hluti eða ekki sagt rétta hluti . Þeir væru jafnvel sumir alveg á móti útrásinni . Svo sat þarna einn þeirra, líklega Setning hrunsins: Af hverju segirðu óreiðumanna?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.