Þjóðmál - 01.12.2013, Page 58

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 58
 Þjóðmál VETUR 2013 57 sá versti, og talaði um óreiðumenn . Bíddu nú hægur . Hvernig vogar maðurinn sér? * * * Og þannig var umræðan fyrstu vikurnar eftir bankahrunið . Stjórnsýslan hlaut að hafa brugðist . Þar yrðu menn að víkja . Útifundum var í sífellu beint að opinberum stofnunum en minna að útrásarvíkingum eða bönkum . Hvað þá að hrunið var sett í alþjóðlegt samhengi . * * * Þegar íslenskir álitsgjafar tala núna um banka hrunið og leita að einkennissetningu þess, þá eru það lokaorð Geirs Haarde, „Guð blessi Ísland“, sem þeim detta helst í hug . En þau eru aðeins bæn fyrir landi í vanda en ekki lýsing á neinu . Þau orð mögnuðu reyndar áhyggjur fólks sem nægar voru fyrir . Þau eru ekki táknræn fyrir árin fyrir fyrir bankahrunið eða þjóðfélagsástandið eftir það . En önnur orð eru táknmynd þess og það munu síðari tíma menn skilja á augabragði . * * * Af hverju segirðu óreiðumanna? Týr, Viðskiptablaðið 10 . október 2013 . Kastljósþátturinn frægi 7 . október 2008 þegar Sigmar Guðmundsson ræddi við Davíð Oddsson seðla bankastjóra . Þar lét Davíð þess meðal annars getið að íslenska ríkið ætti ekki að greiða skuldir óreiðumanna . Þá greip þáttarstjórnandinn fram í og spurði: „Af hverju segirðu óreiðumanna?“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.