Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 59

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 59
58 Þjóðmál VETUR 2013 Jóhann J . Ólafsson Þjóðareign eða fullveldisréttur? Viss orð verða stundum að frösum, inni-haldslausum klisjum og orðaleppum, sem menn endurtaka í tíma og ótíma sem sjálfvirka lausn á öllum vandamálum, án þess að merking orðanna sé skilgreind . Dæmi um þessi orð eru: frelsi, lýðræði, vísindalegur, faglegur, þjóðarvilji, þjóðareign, réttlæti, jöfnuður og fleiri orð, sem vegna víðtækrar og afstæðrar merkingar sinnar henta vel til lýðskrums og er ætlað að vera endir allrar umræðu, hafin yfir gagnrýni . Menn margþvæla þetta hver eftir öðrum þangað til þessi orð eru orðin gjörsamlega merkingarlaus . Þeir skeyta lítið um hvað þessi orð raunverulega merkja eða hvaða afleiðing það hefur ef þetta lýðskrum er tekið alvarlega . Eins getur verið að stjórnmálamenn átti sig stundum á afleiðingunum, en kæri sig ekki um að gera almenningi eða flokksmönnum sínum grein fyrir þeim . Kalli niðurstöðuna einungis pólitíska ákvörðun . Þjóðin svæfð Ég hefi oft verið á fundum hjá Sjálf-stæðisflokknum, þar sem forustumenn hans og þingmenn hafa fullyrt, svona í fram- hjáhlaupi, að samkomulag sé meðal stjórn- málamanna að setja ákvæði í stjórnar skrána um sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins . Þetta er fullyrt án frekari útskýringa eða umræðu . Setning eins og „Auðlindir Íslendinga eru þjóðareign eins og við öll hér inni hljótum að vera sammála um“ hljómar oft . Þarna talar frummælandi fyrir munn allra fundarmanna og gengur ekkert frekar eftir því hvort menn séu honum sammála eða ekki, enda fundurinn vanalega um annað og ekki gert ráð fyrir umræðum . Ég hefi oft spurt út í þetta á fundum og þá er lítið gert úr málinu og sagt að þetta sé ekki í stefnu Sjálfstæðisflokksins . Sama tuggan er síðan endurtekin af forustumönnum í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og á öðrum fundum . Er það tilgangur stjórnmálamanna að sefa eða svæfa þjóðina í málinu svo hún haldi að það sé útrætt og afgreitt? Óþarfi að ræða það frekar? Málið hafi af sjálfu sér hlotið almennt samþykki þorra manna . Einn sá algengasti þessara frasa eru orðin „sameign þjóðarinnar“ eða „sameign íslensku þjóðarinnar“ . Þessi orð eru endurtekin í síbilju þótt margbúið sé að benda á að þessi orð eru merkingarlaus til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.