Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 61

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 61
60 Þjóðmál VETUR 2013 tryggja þurfi í stjórnarskrá að arðurinn af auðlindunum renni til eigenda hennar, „þjóðarinnar“ . Til þess þurfi ríkið að verða eigandi auðlindanna . Þetta er mikill misskilningur . Auðlinda- rentan er engin föst stærð . Hún er flöktandi eins og norðurljósin . Eins og þau rís hún og dvín . Blossar og hverfur í myrkrið . Reynslan segir okkur að rentan verði minni hjá ríkinu, í stað þess að ríkið gegni hlutverki sínu og hlúi vel að atvinnustarfseminni í landinu . Ríkið nær betur til auðlindarentunnar með því að skattleggja hana heldur en með því að slá eign sinni á hana . Helmingur landsframleiðslunnar skattar Helmingur landsframleiðslunnar renn-ur í ríkissjóð í formi skatta . Af þessu sjá menn að öll starfsemi í landinu greiðir ríflega til ríkisins og „þjóðin“, ef menn vilja kalla ríkið það, fær vel af allri verðmæta- sköpun í landinu án þess að ríkið sé eigandi að verðmætum landsmanna . Þetta byggist á því að íslenska ríkisvaldið, Alþingi, þjóðþingið, hefur fullveldisrétt á Íslandi . Það getur stjórnað, skipulagt og haft eftirlit með allri mannlegri starfsemi og eignum í landinu án þess að vera sjálft eigandi að þessari starfsemi eða eignum . Með þjóðareignarhugtakinu er verið að rugla málin . Með því að kalla fullveldis- réttinn „eign“ er fólk leitt á villigötur og svipt lýðræðislegum réttindum sínum . Það á þá minni hlutdeild í fullveldi ríkisins og lendir í því að verða leiguliðar, kaupanautar þjónustu ríkisins . Það fer ekki á milli mála að baráttumenn fyrir náttúruauðlindum í þjóðareign vilja gera þær að ríkiseign með eignarnámi . Með því að gera auðlindirnar að ríkiseign í stjórnarskrá er verið að draga þær undan fullveldisrétti löggjafans, Alþingis, og færa þær undir yfirráð framkvæmdarvaldsins, ríkisstjórnina . Með stjórnarskrárákvæðinu er verið að takmarka fullveldisrétt Alþingis óhóflega . Nýting er bundin við leigu, vissan tíma, gegn fullu gjaldi . Með orðunum „gegn fullu gjaldi“ er vísað til eignarréttar- ákvæðis stjórnarskrárinnar „og komi fullt gjald fyrir“ . Þeir telja jafnframt að ríkiseignir njóti friðhelgi eignarréttarins skv . 72 . gr . stjórn- arskrárinnar . Þessi friðhelgi ríkiseigna stenst engan veginn vegna þess að ákvæðið um friðhelgi eignarréttarins er mannréttindi, sem sett eru til að vernda borgarana og veita þeim réttaröryggi í samskiptum þeirra við opin- bert vald, en ekki til að vernda ríkið gegn sjálfu sér . En sú þróun er vaxandi að valdhafarnir telja að þau réttindi sem landsmönnum eru veitt í stjórnarskrá til varnar gegn ríkisvaldinu séu fyrir hið opinbera . Ekki ætluð þeim sem verja á . Með því að draga stöðugt meiri réttindi og eignir undan forræði borgaranna verða T alsmenn „þjóðareignar“ gáfust upp á að verja það að þjóðareign væri annað en ríkiseign og skilgreindu þjóðareign sem „ríkis eign sem hvorki má selja né veðsetja“ . Þar með voru þeir búnir að viðurkenna að „þjóðareign“ væri meiri ríkiseign en allar aðrar ríkiseignir, því þessi ríkiseign væri að eilífu óafturkræf og gæti aldrei ratað til landsmanna aftur .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.