Þjóðmál - 01.12.2013, Side 62

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 62
 Þjóðmál VETUR 2013 61 landsmenn sífellt háðari þeim sem þeir eiga að kjósa og geta síður gagnrýnt þá eða staðið á rétti sínum í þessu endurúthlutunar þjóð- félagi . Eignarréttur manna hindrar ekki skatttekjur Það eru fjölmörg dæmi þess að lög-gjafinn setji reglur um hegðun, starf- semi og eignir, án þess að vera eigandi . Alþingi setur hjúskaparlög en þarf ekki að verða eigandi allra hjónabanda í landinu, ekki ennþá . Alþingi setur umferðarlög en þarf ekki að eiga umferðina, ennþá . Alþingi setur samningalög en þarf ekki að eignast alla samninga í landinu, enn sem komið er . En málin geta þróast í þá átt ef þessi hugsunarskekkja fær að halda áfram . Alþingi setur lög, t .d . siglingalög, vá trygg- ingalög, lög um landbúnað, fisk veiðar, verslun o .s .frv . Öll þessi lög skapa mikinn hagnað fyrir einstaklinga og félög sem þau eiga við, og fyrir aðra, en ríkið hagnast engu að síður af auknum skatttekjum, sem þessi verðmætaaukning skapar . Með þjóðareignarfyrirkomu laginu er ríkið að seil- ast til tekna á undan þeim sem auðinn skapa, í formi leigutekna, og þrengja þannig að og minnka sveiganleika atvinnustarfseminnar í landinu . Ríkisvaldið hefur miklu meiri gáfur til skattlagningar heldur en hæfileika til eignarhalds og framleiðslu . Fylgjendur svokallaðrar þjóðareignar á auð lindum hafa réttlætt málflutning sinn með því að koma þurfi böndum á fiskveiðar lands manna . Hér er um mikla glapsýn að ræða . Allar reglur, skatta og aðhald, sem fisk- veiðar þurfa, er hægt að setja innan full- veldisréttar ríkisvaldsins, með lögum . Ef menn gera hins vegar fiskveiðiauð lind- ina og aðrar auðlindir að eign ríkisins eru menn að þrengja fullveldisrétt og lög sögu ríkisins . Möguleikar ríkisvaldsins verða allir ósveigjanlegri og stífari og hljóta að taka mið af reglum um ríkieignir og eðli þeirra . Þessi takmörkun á fullveldisrétti ríkisins í stjórnarskrá yrði mikil afturför, svo ekki sé meira sagt . Það er mjög undarleg þróun ef ríkisvaldið teldi sig ekki geta nýtt fullveldis- rétt sinn nema með því að ríkið eignaðist sjálft það sem það á að setja reglur um . Það er ofstjórn og ávísun á lélega stjórnun þegar ríkið vill gera hlutina sjálft í stað þess að skattleggja þá . Einn tilgangurinn með eignarnámi rík- isins á auðlindunum væri að geta talið tekjur af þeim eignartekjur en ekki skatta . sbr . veiðileyfagjald í stað veiðileyfaskatts . Þá þarf ríkið ekki að lækka skatta á móti auknum eignatekjum . Þetta sé tvennt óskylt . Þó að eignir landsmanna safnist á fárra manna hendur er ekki nauðsynlegt að þjóðnýta þær . Fullveldisréttur ríkisins býr yfir nægum möguleikum til að dreifa slíkum eignum aftur til fleiri . Pólitískur hugsunarháttur og tilfinningar í landinu um þessar mundir, minna töluvert á viðhorfin á fjórða áratug nýliðinnar aldar . Sláandi er í þessu samhengi að lesa stjórnarskrá Sovétríkjanna frá 5 . desember 1936 . Með þjóðareignar fyrir­komu laginu er ríkið að seilast til tekna á undan þeim sem auðinn skapa, í formi leigutekna, og þrengja þannig að og minnka sveiganleika atvinnustarfseminnar í landinu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.