Þjóðmál - 01.12.2013, Side 66

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 66
 Þjóðmál VETUR 2013 65 markað sér arðgreiðslustefnu .* Slík stefna veitir stjórnendum aðhald en getur aldrei verið loforð um endurheimtur . Spurningin, sem stjórnendur fyrirtækja standa alltaf frammi fyrir, er sú hvernig eigi að ráðstafa hagnaðinum . Á að nýta hann til vaxtar og nýrra arðbærra verkefna, niðurgreiðslu skulda og/eða skila honum til hluthafa í formi arðs eða kaupa á eigin bréfum? Eða er hægt að sameina allt eins og við höfum séð hjá Icelandair Group, arðbærasta fyrirtæk- inu á liðnum árum á hlutabréfamark aði?** Arðgreiðslustefna kauphallarfyrirtækja fyr- * Sjá nánar „Misjöfn arðgreiðslustefna félaga í Kauphöllinni.“ Hagsjá, hagfræðideild Landsbankans, 11 . júlí 2013 . ** Icelandair Group greiddi út samtals 2,3 milljarða króna í arð á árunum 2012 og 2013 . Þegar félagið birti afkomutölur fyrir fyrstu níu mánði ársins 2013 námu brúttó vaxtaberandi skuldir félagsins 128 milljónum Bandaríkjadala og höfðu lækkað um 36% frá ársbyrjun 2011 . Velta félagsins hefur einnig aukist verulega á síðustu árum, einkum vegna aukins umfangs í Norður-Ameríkuflugi . ir bankahrunið var oft tilviljanakennd og jafnvel glórulaus, sérstaklega þegar nær dró skuldadögum . Svo langt var víða gengið í atvinnulífinu að arður hefur fengið á sig neikvæða merkingu í pólitískum rétt- trún aði eftirhrunsins þótt alloft gleymist í um ræðunni að hann er afgjald fyrir það fjármagn sem hluthafar leggja til fyrir tækis . FL Group greiddi t .a .m . 15 milljarða króna í arð í febrúar árið 2007 en þegar félagið var gert upp í árslok nam heildartap ársins 67 milljörðum króna .*** Kaup þing greiddi fimmtung hagnaðar ársins 2007 út til hluthafa í mars 2008, eða 14,8 ma . kr .**** Hálfu ári síðar fór bankinn í þrot . Það er því skiljanlegt að fjárfestar á endurreistum markaði vilji fá leiðarvísi frá stjórnendum fyrirtækja um hvernig ráðstafa eigi hagnaði fyrirtækjanna . Lækkun skulda og fjármagnshöft Áyfirstandandi ári hafa fyrirtæki, sem eru skráð á aðallistann og First North hliðarmarkað Kauphallar, greitt út 6,8 milljarða króna í arð vegna síðasta rekstrarárs samanborið við 3,5 milljarða króna árið áður (sjá töflu á næstu bls .) .***** HB Grandi greiddi út hæstu fjárhæðina, um 1,7 milljarða króna, eða 100% arð af nafnverði hlutafjár . Arðgreiðsla frá Icelandair Group nam tæpum 1,5 milljörðum króna (30% arður) . Það er tvennt sem skýrir vöxt arðgreiðslna hér lendis . Annars vegar hafa einstök fyrir- *** https://newsclient .omxgroup .com/cdsPublic/ viewDisclosure .action?disclosureId=256865&lang =is **** https://newsclient .omxgroup .com/cdsPublic/ viewDisclosure .action?disclosureId=261085&lang =is ***** Heildararður svaraði til 1,5% af heildarmark- aðs verðmæti skráðra félaga í lok apríl s .l . áður en tryggingafélögin voru skráð í Kauphöllina . Spurningin, sem stjórn-endur fyrirtækja standa alltaf frammi fyrir, er sú hvernig eigi að ráðstafa hagnaðinum . Á að nýta hann til vaxtar og nýrra arðbærra verkefna, niðurgreiðslu skulda og/eða skila honum til hluthafa í formi arðs eða kaupa á eigin bréfum? Eða er hægt að sameina allt eins og við höfum séð hjá Icelandair Group, arðbærasta fyrirtæk inu á liðnum árum á hlutabréfamark aði?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.