Þjóðmál - 01.12.2013, Page 67

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 67
66 Þjóðmál VETUR 2013 tæki hækkað arðgreiðslur á milli ára en hins vegar hafa ný arðgreiðslufélög komið fram á sjónarsviðið eins og Eimskip, Össur og tryggingafélögin TM og VÍS . Þar vakti til dæmis athygli að stoðtækjaframleiðandinn Össur, verðmætasta fyrirtæki Kauphall- ar innar, hóf fyrr á árinu að greiða arð til hluthafa í fyrsta skipti eftir að félagið var skráð á hlutabréfamarkað árið 1999 . Ný félög, sem stefna á markað á næstu mán- uðum, munu líklega flest marka sér skýra arð greiðslustefnu . Þar er hægt að nefna olíu félagið N1 . Að mati greinar höf und ar er útlit fyrir að arðgreiðslur á næsta ári, vegna rekstrarársins 2013, geti numið í heildina 11–13 milljörðum króna . Það gerir um 2,0–2,5% af markaðs verð mæti hlutabréfamarkaðarins .* Aukning arðgreiðslna hjá skráðum ís- lensk um fyrirtækjum er að öllum lík ind um óhjákvæmileg á komandi árum svo framar- lega sem fjármagnshöft verða við lýði . Höft in þrengja með ýms um hætti að fjár- fest ingar kostum stórra íslenskra fyrir tækja, einkum þeirra sem eiga mikið undir innan- lands markaði og geta trauðla vaxið meira hér lendis vegna samkeppnis sjónar miða . * Nær óþekkt er að fyrirtæki í Kauphöll kaupi eigin hlutabréf nema í tengslum við kaupréttarsamn inga . Kaup á eigin hlutabréfum er eitt form arðgreiðslu þar sem hluthafar eignast þar með stærri hlut í félaginu . Arðgreiðslur Kauphallarfyrirtækja 2012 og 2013 Upphæðir í m.kr. Félag 2013 2012 HB Grandi 1.697 679 Icelandair Group 1.493 796 Marel 1.168 1.156 Össur 990 0 Hagar 586 527 Eimskip 420 0 BankNordik 214 0 Hampiðjan 146 124 Atlantic Airways 92 154 Sláturfélag Suðurlands B 26 27 Nýherji 20 25 Alls 6.852 3.489 Heimild: OMX Nordic Exchange

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.