Þjóðmál - 01.12.2013, Side 73

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 73
72 Þjóðmál VETUR 2013 Norð ur landanna . Í yfirlýsingu fundarins segir m .a . að „til að styrkja þá þegar öfluga samvinnu á sviði öryggismála, tvíhliða og svæðisbundna, ákváðum við að koma á fót Samráði Bandaríkjanna og Norðurlandanna í Öryggismálum — U .S .-Nordic Security Dialogue“ . Þetta er sérstaklega þýðingar- mikið fyrir Ísland vegna öryggis á norður- skautinu . Þau mál eru annars til reglu legs tvíhliða samráðs við Bandaríkin (ii) ESB Væntanlega hefur þróunin í NATO varðandi norðurskautsmál, eftir brott- för Bandaríkjamanna frá Keflavík, verið túlkuð á ýmsa vegu . Að lega Íslands væri lítt áhugaverð og vanrækt af NATO hefur varla verið talið fara milli mála . Þá hefur það vafalaust vakið athygli, að forseti Íslands lýsti því yfir, að Evrópusambandið hvorki vildi né gæti haft Ísland sem aðildarríki . Skömmu síðar 2013 lýsti þýski kanslarinn því yfir að ESB bæði vildi og gæti tekið á móti Íslendingum . Í kjölfar þessa gerði ný ríkis stjórn hlé á langt komnum aðildar- viðræðum Íslands og ekkert hefur heyrst frá ráðherrum hennar um ávinning aðildar fyrir Ísland . Í desember stöðvaði fram- kvæmda stjórnin IPA-styrkina ætl aða til undirbúnings aðildar og var lítt að furða miðað við yfirlýsta neikvæðni ut an ríkis- ráðherra til aðildarviðræðnanna og styrkj - anna . Engu að síður er það yfirlýst ur vilji framkvæmdastjórnar ESB og allra aðilda- r íkjanna að halda samningum við Ísland áfram . Af sjónarhóli öryggismála skal fullyrt, að það er úrslitaatriði fyrir sjálfstætt og full- valda Ísland að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópuríkja . Það var Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum mikið mál af öryggis- ástæðum . Reyndar á það sama við um Ís- land; aðstæður eru ólíkar en ástæður þær sömu, þ .e . að vilja tryggja það að lifa í friði í nánu samstarfi við grannríki . Hin hliðin á þeim peningi er efnahagslegt öryggi . Íslandi er lífsnauðsyn að eiga sem fyrr aðgang að þeim markaði sem ber uppi góð lífskjör þjóð ar innar og þá ekki síður að gerast aðili að Mynt bandalagi Evrópu . Reyna þarf á þann ávinning, sem við gætum haft við að gera upp skuldavanda föllnu bankanna, við að vera á leið eða komnir alla leiðina að þátttöku í ERM II . Þá er heillavænlegast að fylgja stefnu Evrópuríkja í samningum um víðtæka fríverslun og efnahagssamvinnu við Bandaríkin — The Transatlantic Trade and Investment Pact . (iii) Kína Á form Kínverja um að vinna sér aðstöðu á Íslandi er vafalaust hugsað sem lang- tímaverkefni . Þeir hafa hins vegar talið að hefja bæri leikinn því að Ísland væri utan Evrópu sambandsins og í óskilgreindu sam- bandi við Bandaríkin . Upp úr hruninu er A f sjónarhóli öryggismála skal fullyrt, að það er úrslitaatriði fyrir sjálfstætt og fullvalda Ísland að vera innan sameiginlegra landamæra Evrópu ríkja . Það var Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum mikið mál af öryggis ástæðum . Reyndar á það sama við um Ísland; aðstæður eru ólíkar en ástæður þær sömu, þ .e . að vilja tryggja það að lifa í friði í nánu samstarfi við grannríki .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.