Þjóðmál - 01.12.2013, Side 76

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 76
 Þjóðmál VETUR 2013 75 Jón Ragnar Ríkarðsson Andæfum lyginni Álandsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2009 hvatti Davíð Oddsson okkur sjálf stæðismenn til að andæfa lyginni og það er ærinn starfi . Vinstri flokkarnir hafa verið duglegir við að búa til hálfsannleika og lygar um verk, stefnur og áherslur Sjálfstæðisflokksins og fáir hafa verið til andsvara . Nú er svo komið að margir trúa lygunum þannig að stöðugt verður erfiðara að andæfa þeim . En þótt rödd sannleikans sé mjóróma um þessar mundir, þá mun hún sigra að lokum og vinstri flokkarnir verða berskjaldaðir með stefnu sem þjóðin hefur hafnað alla tíð . Stofnendur Sjálfstæðisflokksins mótuðu stefnu sem er í samhljóm við íslenska þjóðar- sál, þess vegna hefur okkur aldrei vegnað betur en þegar Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur . Eins og allir vita þá var Sjálfstæðis- flokk urinn stofnaður með samruna tveggja flokka árið 1929, Íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins . Athyglisvert vera að hugsa til þess að Alþýðu flokkurinn var kominn með þróað flokks starf á undan Sjálfstæðisflokknum, en Íhalds flokkurinn var stofnaður sem þing flokkur fyrst og fremst . Þrátt fyrir gott forskot komust kratarnir að því, að þjóðin kaus frekar stefnu sem hentar henni best en gagnslausa stefnu sem sundrar hópum, þá byrjuðu þeir að skrökva og stela frumkvæði sjálfstæðismanna á flestum sviðum . Sjálfstæðismenn eiga vont með að svara fyrir sig, það er kjánalegt að grobba sig af verkum sem eru í raun sjálfsögð og eðlileg hugsandi fólki . Fyrsta þingkonan og fyrsti kvenráð-herr ann komu vitaskuld úr röðum sjálfstæðis manna, það finnst okkur ekkert sérstakt afrek . Sjálfstæðisstefnan hugsar fyrst og fremst um einstaklinginn óháð kyni . Þessar konur voru hæfir einstaklingar, þess vegna fengu þær embættin . Vinstri menn, hins vegar, auglýsa það eins mikið og mögulegt er, að þeim sé mjög í mun að hafa konur í öllum embættum . Og vegna þess að okkur sjálfstæðismönn- um þykir ekkert tiltökumál að velja konur í öll störf, þá tókst vinstri flokkunum að skrökva því að karlremban réði ríkjum í Sjálfstæðisflokknum . Áður en Steingrímur J . Sigfússon upp- götv aði áhrifamátt þess að vilja auka veg semd kvenna vann hann mjög gegn Margréti Frímannsdóttur, en hún er bæði kona og fyrrum starfsmaður í fiskvinnslu, það þótti honum ekki fínt á þessum arum . Að sjálfsögðu vilja sjálfstæðismenn ekki mis muna neinum og heldur ekki ástæða

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.