Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 79
78 Þjóðmál VETUR 2013 Björn Bjarnason Stjórnarskiptin 2009 Rýnt í þrjár ráðherrabækur Augljóst er að reyndustu ráðherrunum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mikið í mun að skýra sinn þátt í stjórn- arsamstarfinu strax að því loknu . Kosið var til þings 27 . apríl 2013 og 23 . maí hafði verið mynduð ríkisstjórn Framsóknar flokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Sig mund- ar Davíðs Gunnlaugssonar . Strax haustið 2013 birtust síðan bækur um Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, Við Jónína eftir Jónínu Leósdóttur, Steingrím J . Sigfússon, Frá hruni og heim eftir Björn Þór Sigbjörnsson og um Össur Skarphéðinsson, Ár drekans — dagbók utanríkisráðherra á um brotatímum . Hver bókanna hefur eigið yfirbragð og efnistökin eru ólík . Bókin um Jóhönnu snýst ekki nema að litlu leyti um stjórnmál . Hún segir frá ástum þeirra Jóhönnu og Jónínu sem lengi var í leynum en blómstraði og varð að alþjóðlegu umtalsefni eftir að Jóhanna varð forsætisráðherra 1 . febrúar 2009 . Stjórnarmyndunina þá bar að með sér- kennilegum hætti . Össur Skarphéðinsson átti þar mikinn hlut að máli . Af bók hans má ráða að hann hafi á samstarfstíma sínum með sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn undir forsæti Geirs H . Haarde bruggað launráð og unnið að myndun stjórnar með vinstri- grænum án þess þó að leggja sérstaka rækt við Steingrím J . flokksformann . Þræðirnir lágu milli Össurar og Ögmundar Jónas- sonar . Ef marka má lýsingar Össurar voru þeir Ögmundur í raun öxullinn í ríkis stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og tryggðu að hún sat út kjörtímabilið þótt dagar hennar hefðu fyrr verið taldir . Margvíslegar rannsóknir sýna að horfi margir á sama atburð gerast séu lýsingar á því sem gerðist síður en svo alltaf sam- hljóða . Vissulega eru allir á einu máli um að atburðurinn varð en um allt annað sem hann snertir er deilt . Hver sér málið frá sínum sjónarhóli . Hér verður staldrað við eitt dæmi sem kemur við sögu í ráðherrabókunum þremur, myndun minnihlutastjórnar Jóhönnu í lok janúar 2009, stjórnarinnar þar sem þau sátu þrjú . Auk þess að vitna í bækurnar þrjár rifja ég upp eigin viðhorf til atburðanna . Þau skráði ég jafnharðan á vefsíðu mína bjorn.is, styðst ég við það sem þar segir .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.