Þjóðmál - 01.12.2013, Side 80

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 80
 Þjóðmál VETUR 2013 79 Davíð á ríkisstjórnarfund Vegna veikinda Ingibjargar Sól rún ar Gísladóttur, formanns Sam fylk ingar- innar, svilkonu sinnar og utanríkisráð- herra, hlaut Össur fyrir tilviljun meira hlut verk en honum hafði í raun verið ætlað þegar fjármálakerfið hrundi í september og október 2008 . Hann leit á þetta sem pólitíska óskastund, hann skyldi nýta sér hana til fullnustu . Össur beitti sér ekki aðeins út á við sem starfandi utanríkisráðherra, hann varð innsti koppur í búri eins og hann lýsir sjálfur . Í dagbók sinni frá mánudegi 23 . apríl 2012 segir Össur: Ég stóð vil hlið Geirs [H . Haarde], í hópi fjögurra ráðherra, sem stýrði þjóðinni gegnum holskeflu bankahrunsins þegar hún reið yfir . Í veikindum Sólrúnar var ég fulltrúi Samfylkingarinnar, og átti þátt í öllum ákvörðunum dagana og næturnar örlagaríku þegar holskeflan reið yfir . Upplifði allt, sá allt, tók þátt í öllu, man allt . Geir var ekki alltaf ánægður með mig . Það var gagnkvæmt . Fyrir aðalatriði málsins skiptir það hins vegar engu . Össur var í hópi þeirra ráðherra sem brugðust verst við eftir að Davíð Oddsson seðlabankastjóri kom á ríkisstjórnarfund í boði Geirs H . Haarde forsætisráðherra 30 . september 2008 og gerði grein fyrir sýn sinni á stöðunni . Mörgum hefur orðið tíðrætt um þennan fund síðan . „Ég held að það hafi ekki verið skynsamlegt að bjóða Davíð inn á þennan fund . Honum var augljóslega mikið niðri fyrir og það smitaði út frá sér,“ segir Árni M . Mathiesen, þáv . fjármálaráðherra, í bók sinni Frá bankahruni til byltingar (2010) . Björgvin G . Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, ræðir einnig um komu Davíðs á þennan mikilvæga fund í sinni bók sinni Stormurinn — reynslusaga ráðherra (2010): „Það var rafmagni og spennu hlaðið augnablik þegar Davíð gekk inn í ríkisstjórnarherbergið . Hann var greinilega undir miklu álagi og virkaði lítt hvíldur og tættur útlits .“ Össuri var mikið í mun að leggja orð Davíðs út á þann veg að hann vildi ríkis- stjórn ina feiga og þjóðstjórn kæmi í hennar stað . Boðskapur Davíðs var hins vegar þess eðlis að ekki var í sjálfu sér neitt athugavert við að hugmynd um þjóðstjórn vaknaði, sameina þyrfti alla stjórnmálakrafta til að komast að skjótri og skynsamlegri lausn . Hugmyndin var í sjálfu sér ekki frumleg . Í bókinni um Steingrím J . Sigfússon kemur fram að þjóðstjórnarhugmyndin var honum og vinstri-grænum ofarlega í huga allt þar til þeir tóku þátt í minnihlutastjórninni 1 . febrúar 2009 . Frá hinum örlagaríka ríkisstjórnarfundi fyrir rúmum fimm árum hef ég oft velt fyrir mér hvers vegna hann olli slíku uppnámi meðal ráðherranna sem sátu hann . Vissulega var Davíð á annarri bylgjulengd, megi orða það svo, en ríkisstjórnin að því er varðaði vanda bankanna . Hann gerði sér mun betur grein fyrir hættunni sem að steðjaði og lýsti Frá hinum örlagaríka ríkis-stjórnarfundi fyrir rúmum fimm árum hef ég oft velt fyrir mér hvers vegna hann olli slíku uppnámi meðal ráðherranna sem sátu hann . Vissulega var Davíð á annarri bylgjulengd, megi orða það svo, en ríkisstjórnin að því er varðaði vanda bankanna . Hann gerði sér mun betur grein fyrir hættunni sem að steðjaði . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.