Þjóðmál - 01.12.2013, Side 81

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 81
80 Þjóðmál VETUR 2013 henni skýrar og skarpar en áður hafði verið gert á ríkisstjórnarfundi . Geir H . Haarde bauð honum einmitt á fundinn til að ráðherrar fengju milliliðalausa lýsingu á mati seðlabankastjóra á hinum gífurlega mikla vanda . Lýsingin ein og dramatísk framsetning Davíðs kallaði fram viðbrögð . Hitt fór svo beinlínis fyrir brjóstið á sumum ráðherranna að Davíð skyldi velta fyrir sér pólitískri hlið málsins . Samfylkingarfólkið var honum andsnúið áður en hann kom á fundinn og þeir sem var annt um náið samstarf við það létu í ljós hluttekningu . Við því að Davíð kynnti pólitískt mat sitt var að sjálfsögðu ekkert að segja, lausnin fólst í samstilltu pólitísku og efnahagslegu átaki . Davíð var mikið niðri fyrir og tók örugg- lega á taugar hans að koma í fundarher- bergi ríkisstjórnarinnar og setjast við óæðri enda fundarborðsins eftir að hafa stjórnað árum saman frá hinum endanum . Þeir sem þekkja Davíð vita að frá honum berast jafnan sterkir straumar og hann magnar þá mjög þegar hann beitir sér, fór enginn fundarmanna varhluta af því . Hina örlagaríku daga í september og október 2008 lýsti ég pólitísku atburð a- rásinni eins og hún blasti við mér á vefsíðu minni án þess að rjúfa trúnað við neinn . Hinn 3 . október 2008 skrifa ég til dæmis: Björn Ingi Hrafnsson, markaðsritstjóri Fréttablaðsins, ritaði forsíðufrétt blaðs- ins í gær um, að Davíð Oddsson, seðla- banka stjóri, hefði nefnt þjóðstjórn á fundi ríkisstjórnarinnar þriðjudaginn 30 . september og einnig á öðrum fundi . Í kvöld sagði Björn Ingi frá því í Íslandi í dag á Stöð 2, að hann hefði þetta frá heim ildum innan ríkisstjórnarinnar . Fyr- ir sérhverja ríkisstjórn er alvarlegt, ef ekki er unnt að ræða þar mál milli manna eða við þá, sem koma á hennar fund, án þess að blaða mönnum sé sagt frá því, sem á fund inum gerist . Miðað við andann í stjórn ar samstarfinu þykir mér með nokkr um ólíkindum, að Björn Ingi fari með rétt mál um heimild sína fyrir þessari frétt . […] Að menn velti fyrir sér þjóðstjórn hátt og í hljóði er frekar til marks um, að þeir telji brýnt að samhæfa alla krafta þjóðarinnar, pólitíska sem aðra, en þeir sjái slíka stjórn sem einhverja töfralausn á vandanum — ég er þeirrar skoðunar, að svo yrði ekki við núverandi aðstæður .“ Þetta var skoðun mín þá og er enn þann dag í dag . Hvaða tilgangi þjónaði að leka frásögn af fundinum með Davíð til Björns Inga? Líklegt er að þá strax hafi öfl innan Samfylkingarinnar með vitund og vilja Össurar verið tekin til við að smíða brú yfir til Framsóknarflokksins . Skömmu áður en Björn Ingi (framsóknarmaður) birti þessa frétt hafði Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, skrif- S teingrímur J . segir í bók sinni að hann hafi viljað þjóðstjórn í september 2008 . Hann segir að Davíð hafi „troðið sér“ (!) á ríkisstjórnarfundinn 30 . september 2008 og nefnt þar „þjóðstjórnarhugmyndina sem þar með var dauð . Samfylkingin gat ekki hugsað sér eitthvað sem Davíð Oddsson hafði spilað út“ . Þarna lýsir Steingrímur J . skoðun sem hann hefur kynnst hjá samfylkingarfólki á þessum örlagatíma þegar hann talaði sjálfur fyrir þjóðstjórn .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.