Þjóðmál - 01.12.2013, Side 83

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 83
82 Þjóðmál VETUR 2013 Í bók sinni segir Steingrímur J . Sigfússon frá því að hann hafi átt frumkvæði að samtölum við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, og Ingi björgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Sam fylk- ingarinnar, um samstöðu gegn ríkisstjórn Fram sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins (2003–2007) . Hann hafi fyrst talað fyrir þessu árið 2005 við dræmar undirtektir, síðan aftur síð- sumars 2006 og enn hafi Ingibjörg Sólrún tekið þessu „heldur“ dræmt . Hún gæti þó svo sem boðið þeim Steingrími J . og Guðjóni Arnari í kaffi . „Upp frá því var farið að tala um þetta sem Kaffibandalagið,“ segir í bók Steingríms J . Þar er síðan minnt á að eftir kosningar 2007 hafi slitnað upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og fimm dögum síðar hafi Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndað ríkisstjórn . Þá segir í Steingríms-bókinni: Á kreik komust sögusagnir sem síðar voru staðfestar, um að viðræður flokk- anna hefðu hafist nokkru fyrir kosningar, á milli Ingibjargar Sólrúnar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins . „Það setur auðvitað spurningarmerki við heilindin sem voru í þessu svokallaða Kaffibandalagi fyrir kosningar og yfirlýsingar Ingibjargar um að hún myndi fyrst ræða við okkur ef stjórnin félli .“ Í bók Steingríms J . kemur fram að hann hafi haft miklar áhyggjur af stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar, hún yrði „mjög hægrisinnuð og í raun framlenging á óbreyttri stjórnarstefnu“ Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks . Formaður vinstri- grænna talaði því „kannski tvisvar-þrisvar sinnum“ við Geir H . Haarde í síma um þetta leyti til að kanna áhuga hans á stjórnar- samstarfi, segir í bókinni . Steingrímur J . Sigfússon var meðal þeirra sem hvöttu helst til þess að alþingi samþykkti að ákæra Geir H . Haarde og kalla hann fyrir landsdóm þótt formaður VG segðist samþykkja ákæruna með „sorg í hjarta“ (því miður er Steingrímur J . ekki beðinn að skýra þessi orð sín í bókinni) . Þegar Geir H . Haarde brást við ályktun alþingis 28 . september 2010 um að honum skyldi stefnt fyrir landsdóm sagði hann að annað hefði verið uppi á teningnum hjá Steingrími J . við atkvæðagreiðsluna um lands dóminn en eftir þingkosningar vorið 2007, þegar hann hefði viljað fá Geir til viðræðna við sig um myndun ríkisstjórn ar í sumarbústað tengdaforeldra sinna . Þetta hafði ég ekki heyrt Geir segja áður, hvorki á lok uðum fundum né í fjölmiðlum . Stein- grímur J . skautar yfir þetta í bók sinni, þar er aðeins minnst á tvö eða þrjú símtöl . Veikir það heimildargildi bókarinnar að höfund ur hennar skuli ekki lýsa samkiptum Steingríms J . og Geirs betur . Til marks um ónákvæmni í bókinni um Steingrím J . má rifja upp atvikið þegar hann lagði hendur á Geir H . Haarde þar sem hann sat í stól forsætisráðherra í þing- salnum . Ég var þá í ræðustól (24 . nóvember S teingrímur varð sér rækilega til skammar í þingsalnum og furðulegast var að forseti lýsti framgöngu hans ekki vítaverða . Það er ósvífni að krefjast þess að um þetta sé þagað . Atvikið lýsir auk þess ólíkri skapgerð þeirra Steingríms J . og Geirs . Að kalla saman landsdóm yfir Geir H . Haarde var pólitískt ofbeldisverk .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.