Þjóðmál - 01.12.2013, Page 84

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 84
 Þjóðmál VETUR 2013 83 2008) og hafði sagt að ástæðan fyrir því að ekki hefði verið flutt tillaga um rannsókn á bankahruninu á vegum alþingis væri tregða Steingríms J . til samkomulags um slíka tillögu á vettvangi alþingis . Við þetta umturnaðist Steingrímur J ., hrópaði dreyr- rauður: „Étt‘ann sjálfur!“, stóð fyrir framan ræðustólinn og starði á mig og gekk síðan að Geir og lagði hendur á hann . Í bókinni er sagt að ég hafi sakað Steingrím J . um að tefja framgang frumvarps um sérstakan saksóknara . Steingrímur J . segir í bókinni: Þetta voru dylgjur og árásir og mér var þungt í skapi . Ég spurði Geir hvort það væri með hans samþykki að menn gengju svona langt í málflutningi og bank aði í öxl hans . Geir hefur alltaf verið drengi legur í sambandi við þetta og aldrei gert neitt úr því, en Björn og einhverjir fleiri hafa hins vegar reynt að búa til þá mynd að þetta hafi verið eitthvert ofboðslegt offors . Mér getur hitnað í hamsi en því fer víðs fjarri að ég sé ofbeldisfullur . Ónákvæmnin felst í því að segja ekki frá þeirri staðreynd að á þessum tíma þvældist Steingrímur J . fyrir samkomulagi allra þing flokka um rannsókn á vegum alþingis með því að setja fram alls kyns kröfur . Þannig hefði hann örugglega einnig hagað sér í þjóðstjórn . Hitt er svo beinlínis rangt að ég hafi leitast við að gera meira úr framgöngu Steingríms J . en góðu hófi gegnir . Hann varð sér rækilega til skammar í þingsalnum og furðulegast var að forseti lýsti framgöngu hans ekki vítaverða . Það er ósvífni að krefjast þess að um þetta sé þagað . Atvikið lýsir auk þess ólíkri skapgerð þeirra Steingríms J . og Geirs . Að kalla saman landsdóm yfir Geir H . Haarde var pólitískt ofbeldisverk . Daður Steingríms J . við Sjálfstæðisflokk- inn eftir kosningar 2007 er í hróplegri and stöðu við öll stóru orðin sem hann lét falla um stefnu og störf sjálfstæðismanna, nýfrjálshyggjuna og þjóðarbölið vegna hennar, eftir að hann settist í ráðherrastól 1 . febrúar 2009 . ESB-leyniþræðirnir Eftir flutning stefnuræðu Geirs H . Haarde á alþingi 2 . október 2008 skrifaði ég á vefsíðu mína: Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Fram sóknarflokksins, og Birkir J . Jóns- son, samflokks- og samþingmaður henn- ar í Norðausturkjördæmi, gældu við aðild Íslands að Evrópusambandinu . Með því eru þau í senn að biðla til Sam fylk- ingar og ögra Guðna Ágústssyni innan Fram sóknarflokksins . Þeir Össur Skarp- héðinsson og Björgvin G . Sigurðs son, við- skiptaráðherra, voru einnig með hug ann við Evrópusambandið í ræðum sínum . Samfylkingarráðherrum var eitt mál ofar í huga en öll önnur við hrun fjármálakerfisins . Þeir vildu knýja á um aðild Íslands að Evrópusambandinu . Látið var eins og lífs björg þjóðarinnar fælist í því einu að Daður Steingríms J . við Sjálfstæðisflokk inn eftir kosningar 2007 er í hróplegri and stöðu við öll stóru orðin sem hann lét falla um stefnu og störf sjálfstæðismanna, nýfrjálshyggjuna og þjóðarbölið vegna hennar, eftir að hann settist í ráðherrastól 1 . febrúar 2009 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.