Þjóðmál - 01.12.2013, Page 85

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 85
84 Þjóðmál VETUR 2013 sækja um ESB-aðild . Framsóknarmenn létu lík lega í því máli og stjórnarmyndunarhjal Össurar frá því fyrir kosningarnar 2007 hefur vafalaust hafist að nýju eftir að hönnuð hafði verið ný átylla til gagnrýni á sjálfstæðismenn vegna komu Davíðs á ríkisstjórnarfundinn 30 . september 2004 . Samfylkingarfólkið vildi ögra sjálf stæðis- mönnum í ESB-málinu . Um miðjan nóv- ember 2008 samþykkti Geir H . Haarde kröfu Samfylkingarinnar um að könnuð yrði afstaða sjálfstæðismanna til ESB-aðildar . Kristján Þór Júlíusson alþingismaður var fenginn til að stjórna þessari könnun og lá niðurstaða fyrir um miðjan janúar 2009 . Meirihluti flokksmanna hafði ekki áhuga á ESB-aðild . Þessi niðurstaða auðveldaði Össuri og félögum að mæla með slitum á stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn . Laumuspil Í bók Steingríms J . segir að ekkert opin bert fararsnið hafi verið á ríkisstjórn Geirs H . Haarde um miðjan janúar 2009 . Einstaka áhrifamenn innan Samfylkingar innar með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar hafi hins vegar talið að stjórnin væri þá komin að fótum fram . „Að sögn Stein gríms setti Össur sig í samband við Ög mund Jónas son, þingflokksformann VG, öðrum hvorum megin við 15 . janúar [á meðan alþingi var í jólaleyfi] til að kanna möguleika á nýju stjórnarsamstarfi,“ segir í bókinni og jafn- framt að Ögmundur hafi ekki haft neitt um boð frá Steingrími J . sem hafi viljað fara „mjög varlega í þessum efnum“ . Í bókinni um Steingrím J . segir að hann hafi ekki komi að málum vegna stjórnar- myndunar fyrr en 21 . janúar 2009 . Þann dag hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, lýst yfir „að flokkur hans væri reiðubúinn að veita minnihlutastjórn Samfylkingarinn- ar og VG hlutleysi“ . Þennan sama dag hafi einnig verið gerður aðsúgur að Sam fylk- ingunni þegar hún efndi til fundar í Þjóð- leikhúskjallaranum . Telur Stein grím ur J . að þá hafi endanlega runnið upp fyrir forystu Samfylkingarinnar að hún „hefði ekki flokksmenn með sér í að halda sam starfinu við Sjálfstæðisflokkinn áfram .“ Sunnudaginn 26 . febrúar 2012 situr Össur Skarphéðinsson við skrif í dagbók sína . Hann segist sammála Agli Helgasyni sjón varpsmanni sem telji að Samfylkingin hafi ekki treyst sér til að starfa með Sjálf- stæðisflokknum lengur í janúar 2009 . Þá segir Össur: Rangt er hins vegar þegar hann [Egill] skrifar: „Vendipunkturinn var þegar mótmælendur stormuðu upp í Þjóð- leikhús og tóku yfir fund Sam fylk ing- ar félagsins í Reykjavík …“ Þá þegar var komið yfir Rúbíkon . Ríkisstjórn Geirs H . Haarde var löngu grotnuð og til einskis brúks við að vinda ofan af afleið ingum hrunsins . Kvöldið sem Egill vitnar til var verið að leggja lokahönd á myndun nýrrar ríkisstjórnar annars staðar í borginni . Þess vegna var ég ekki í Þjóð- leik húskjallaranum . Hvor segir satt um stöðu mála 21 . janúar 2009? Steingrímur J . segist þá hafa áttað sig á Hvor segir satt um stöðu mála 21 . janúar 2009? Steingrímur J . segist þá hafa áttað sig á að mynda þyrfti nýja ríkisstjórn en Össur segir að hún hafi í raun þá þegar verið mynduð .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.