Þjóðmál - 01.12.2013, Side 86

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 86
 Þjóðmál VETUR 2013 85 að mynda þyrfti nýja ríkisstjórn en Össur segir að hún hafi í raun þá þegar verið mynduð . Björn Þór Sigbjörnsson segist hafa skoðað minnispunkta í dagbókum Steingríms J . og þar megi sjá að margt hafi komið til greina varðandi stjórnarmyndun á þessum tíma . Hann virtist ekki taka yfirlýsingu Sigmundar Davíðs um hlutleysi framsóknarmanna gagn- vart minnihlutastjórn nema „mátulega vel“ . Þá segir: „Á fundi þingflokksins [21 . janúar 2009] voru aðrir kostir líka ræddir, svo sem að mynduð yrði þjóð stjórn eða utanþingsstjórn, að VG og Fram sóknarflokkurinn mynduðu stjórn og að VG yrði eitt í stjórn .“ Hugmyndin um þjóðstjórn var enn rædd í þingflokki VG hinn 22 . janúar 2009 „en einnig velt upp hugsanlegu fyrirkomulagi minnihlutastjórnar með Samfylkingunni . Lögðu nokkrir þingmenn ríka áherslu á að VG yrði í forystu slíkrar stjórnar“ . Seinna fimmtudaginn 22 . janúar 2009 átti Steingrímur J . ásamt Ögmundi Jónassyni fund með Össuri Skarphéðinssyni og Lúðvík Bergvinssyni, þingflokksformanni Sam fylkingarinnar, á heimili Lúðvíks og föstu daginn 23 . janúar 2009 gerði Stein- grímur þingflokknum stuttlega grein fyrir því sem fram fór . „Var þá nefnd sú hugmynd að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fengin til að leiða minnihlutastjórnina,“ segir Björn Þór Sig björnsson . Örlagaríkur föstudagur Áríkisstjórnarfundi föstudaginn 23 . janúar 2009, hinum síðasta í ráðu- neyti Geirs H . Haarde, var meðal annars lagt á ráðin um skipan starfshópa undir forystu ráðherra til að takast á við brýn úrlausnarefni . Varð ég ekki var við annað en ráðherrar einstakra málaflokka, þar á meðal Össur Skarphéðinsson, hefðu fullan Össuri fer vel að skrifa þennan texta og hann sýnir að hann er „að eðlisfari lífsglaður stjórnmálamaður“ . Þetta er þó öðrum þræði sorgarsaga vegna þess hve illa Össuri gengur að vinna að framgangi helsta áhugamáls síns um aðild Íslands að ESB . Hann leggur sig í líma við að tala vel um alla en honum er þó greinilega í nöp við marga og bókin sannar kenningu Geirs H . Haarde frá janúar 2009 um að Samfylkingin er flokkur „í tætlum“ . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.