Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 87

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 87
86 Þjóðmál VETUR 2013 og einlægan hug á að setjast í slíka hópa til að vinna að því, sem nefnt var „fasi 2“ í aðgerðum stjórnvalda eftir bankahrunið . Nú liggur fyrir að þarna setti Samfylking- in á svið leikrit til að blekkja okkur ráðherra Sjálfstæðisflokksins . Tveimur dögum áður hafði Össur lagt „lokahönd“ á myndun nýrrar ríkisstjórnar . Hafi Geir H . Haarde verið ljóst að hann var beittur blekkingum veit ég ekki . Hann var hins vegar með hugann við annað og stærra persónulegt mál sem hlaut að valda honum jafnvel meiri áhyggjum en það sem gert yrði í nafni ríkisstjórnarinnar . Miðstjórn og þingflokkur sjálfstæðis- manna komu saman í hádegi föstudags 23 . janúar 2009 til að ræða landsfund sem boðaður hafði verið 29 . janúar 2009 . Þar átti meðal annars að ræða spurninguna um ESB-aðild eftir athugunina undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar . Í upphafi miðstjónarfundarins sagði Geir H . Haarde að staðan í stjórnmálum væri á þann veg, öll rök hnigu að því að boða til kosninga annan laugardag í maí, hinn venjulega kjördag hin síðari ár, að þessu sinni 9 . maí 2009 . Í ljósi þessa væri skynsamlegt að fresta landsfundi flokksins til síðustu helgarinnar í mars . Fyrir utan þessi stjórnmálarök sagði Geir að annað persónulegra mælti með frestun landsfundarins, hann hefði þriðjudaginn 20 . janúar 2009 greinst með krabbamein í vélinda og yrði að gangast undir aðgerð erlendis 29 . janúar 2009, það er fyrirhugaða landsfundarhelgi . Þetta hefði komið í ljós við reglulega skoðun lækna . Þennan sama föstudag 23 . janúar 2009 kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til landsins frá Stokkhólmi, þar sem hún hafði gengist undir aðgerð og rannsókn vegna heilaæxlis . Við heimkomuna skýrði hún frá því að rannsóknir hefðu staðfest að æxlið væri góðkynja en það hafði verið til rannsóknar frá því að hún veiktist hastarlega í New York í september 2008 . Formenn beggja stjórnarflokkanna glímdu við alvarleg veikindi . Þeir hafa síðan sem betur fer náð fullum starfsþrótti sem þótti óvíst þennan örlagaríka föstudag . Í umræðum um hina hröðu atburðarás loka dagana í janúar 2009 minnast menn ekki lengur á tillögu Geirs H . Haarde um þingkosningar 9 . maí 2009 . Þegar tillagan kom fram tók Steingrímur J . að múðra . Hann vildi ekki að kjördagur yrði 9 . maí, kjósa ætti fyrir páska . (Kosið var eftir páska 25 . apríl 2009 og hinn 10 . maí 2009 mynduðu Samfylking og VG meiri- hlutastjórn .) Stjórnarslit Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn mánudaginn 26 . janúar 2009 . Af því tilefni sagði ég í dag bók minni á bjorn.is: Sögulegur dagur er að kvöldi kominn . Klukkan 10 .00 kom þingflokkur sjálf- stæðis manna saman í þinghúsinu . Geir H . Haarde gerði okkur grein fyrir við- ræðum við Ingibjörgu Sól rúnu Gísla- dóttur sunnudaginn 25 . janúar, þar sem endapunkturinn hefði orðið sá, að Sam- fylkingin vildi fá „verk stjórn“ í ríkis stjórn, það er forsætis ráðherra embættið . Þetta var lokaskilyrði Samfylkingar fyrir framhaldi á stjórnarsamvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn og gekk Geir svo langt gagnvart ósk Ingibjargar, að hann lagði til, að þau vikju bæði úr stjórninni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yrði starf andi forsætisráðherra . Þetta vildi Ingi björg Sólrún ekki samþykkja . Þingflokkur sjálfstæðismanna var þeirrar skoðunar, að héldi Samfylking fast í kröfuna um nýjan „verkstjóra“ yrði hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.