Þjóðmál - 01.12.2013, Side 91

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 91
90 Þjóðmál VETUR 2013 una . En samtalið var stutt því allt var á suðu punkti . Aðdragandinn var þannig enginn . Ekk- ert tækifæri til að melta þetta allt saman, vega og meta . Þegar símtalinu lauk var ég farin að skjálfa . Ég skalf af áhyggjum yfir því hrikalega verkefni sem Jóhanna átti í vændum ef hún yrði forsætisráðherra . […] Ef Jóhönnu tækist að mynda ríkisstjórn yrði allt sem hún gerði umdeilt . Vakin er athygli á síðustu setningunni í hinum tilvitnuðu orðum . Jónína er þeirrar skoðunar að einhver vafi hafi verið um að Jóhanna yrði forsætisráðherra, hún ætti eftir að mynda stjórnina . Ef marka má fréttina frá forsetaembættinu myndaði Ingibjörg Sól rún ríkisstjórnina án þess að hafa heilsu til þess . Össur Skarphéðinsson segist hafa lagt spilin í hendur Ingibjörgu Sólrúnu . Steingrímur J . Sigfússon lætur eins og hann hafi ráðið miklu um myndun stjórnarinnar . Össur segir hins vegar að Steingrímur J . hafi ekki komið að málinu fyrr en eftir að lokahönd hafi verið lögð á meistaraverkið . Þá er einnig athyglisvert orðalagið hjá Jónínu þegar hún segir að Ingibjörg Sólrún hafi lagt til að „Jóhanna yrði í forystu við tilraun til myndunar nýrrar ríkisstjórnar“ . Þrátt fyrir þetta tók Ingibjörg Sólrún við umboði úr hendi forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar 27 . janúar 2009 og skilaði því aftur 1 . febrúar 2009 . Hvers vegna var Jó hönnu ekki veitt umboðið 27 . janúar 2009? Af hverju var þessi leikara- skapur talinn nauð synlegur? Samkomulagið um Jóhönnu Sigurðar- dótt ur sem forsætisráðherra snerist um hana sem einstakling en ekki um að Sam- fylk ingin „ætti stólinn“ . Var samið um að Stein grímur J . yrði „staðgengill hennar og vara forsætisráðherra en ekki einhver úr hennar flokki“ eins og Steingrímur J . segir, í „þröngu tali“ var einnig orðað að hann yrði for sætis ráðherra ef Jóhanna hætti . Óheilindi Samfylkingar Líklegt er að haustið 2008 hafi Össur Skarp héðinsson og Ögmundur Jónas - son sest á rökstóla um samstarf Samfylking ar, VG og Framsóknarflokksins . Frá því að Sam - fylk ingin ákvað haustið 2008 að setja ESB-að - ild á oddinn skipti mestu að ryðja ESB-hindr- un um úr vegi gagnvart VG og fram sókn . Til að laða framsóknarmenn að borðinu og hafa eitthvert óskamál Jóhönnu á dagskrá ríkisstjórnar hennar var stjórnarskrármálið síðar einnig gert að höfuðatriði . Tvö augljós ágreiningsmál urðu helstu stefnumál ríkis- stjórnar sem þóttist ætla að efla samstöðu meðal þjóðarinnar! J ónína er þeirrar skoðunar að einhver vafi hafi verið um að Jóhanna yrði forsætisráðherra, hún ætti eftir að mynda stjórnina . Ef marka má fréttina frá forsetaembættinu myndaði Ingibjörg Sólrún ríkisstjórnina án þess að hafa heilsu til þess . Össur Skarphéðinsson segist hafa lagt spilin í hendur Ingibjörgu Sólrúnu . Steingrímur J . Sigfússon lætur eins og hann hafi ráðið miklu um myndun stjórnarinnar . Össur segir hins vegar að Steingrímur J . hafi ekki komið að málinu fyrr en eftir að lokahönd hafi verið lögð á meistaraverkið .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.