Þjóðmál - 01.12.2013, Side 92

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 92
 Þjóðmál VETUR 2013 91 Tiltölulega auðvelt var að glíma við Frams óknarflokkinn í ESB-málum þegar Jón Sigurðsson varð formaður hans með Val gerði Sverrisdóttur sem varaformann . Jón sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing vorið 2007 og Guðni Ágústsson tók við af honum en sat aðeins í 18 mánuði . Valgerður Sverrisdóttir vann að ESB-aðildar- málum með Siv Friðleifsdóttur þingmanni og fleirum . Þegar Sigmundur Davíð Gunn- laugsson hlaut öllum að óvörum kjör sem formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009 varð ESB-armur flokksins undir . Framsóknarmenn veittu minnihluta- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hlutleysi og eftir kosningar 2009 studdu nokkr ir fram- sóknarþingmenn ESB-aðildar um sókn ina . ESB hindraði ekki samstarf VG og Sam- fylk ingar af því að Össur Skarphéðins son og Ögmundur Jónasson höfðu samið um leiðir í kringum málið og héldu því áfram alla stjórnartíð Jóhönnu eins og bók Öss ur- ar sýnir . Þeir litu á sig sem guðfeður ríkis- stjórn ar innar og vildu að talað væri til sín á þeim nótum af Jóhönnu og Steingrími J . Þriðjudaginn 27 . janúar 2009 birtist pistill á Vef­Þjóðviljanum sem lýsti hug margra sjálfstæðismanna til Samfylkingarinnar við stjórnarslitin: Hvernig eru Samfylkingarheilindi í fá- um orðum? Þau eru svona: Síðustu al- þingis kosningar urðu veruleg vonbrigði fyrir Samfylkinguna . Þrátt fyrir tólf ára stjórn ar andstöðu, ákafa baráttu, gríðar- legan fjáraustur og verulega velviljaða fjöl miðla, þá tókst Samfylkingunni undir for ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem hafði tveimur árum áður fellt svila sinn úr formannssæti beinlínis til þess að tryggja mikinn kosningasigur, að tapa fylgi en þáverandi ríkisstjórn hélt velli . Samfylkingin stefndi í algera upp lausn og stjórnmálaferill Ingibjargar Sól rúnar Gísladóttur norður og niður . En hvað gerðist? Komu ekki Geir Haarde og Þor­ gerður Katrín Gunnarsdóttir á hvít um hest- um, kipptu Samfylking unni inn í ríkis- stjórn og björguðu pólitísku lífi hennar og for manns hennar . Og hvern ig launar Sam fylk ingin lífgjöfina? Með samfelldri kröfu gerð á hendur „sam starfs flokknum“ . Með því að taka aldrei upp hanskann fyrir hann, hvar sem á hann er sótt . Með því að krefjast stefnu breytinga hans í stórum málum en bjóða enga stefnubreytingu sjálf . Með því að vera með fyrrverandi formann hans á heilanum og nýta til hins ýtrasta að hann gat ekki varið hendur sínar en var jafn framt undir stöðugum árásum hluta fjöl miðlanna . Með því að grípa tækifærið, þegar hún heldur að „samstarfsflokkur inn“ standi illa, og krefjast þá kosninga . Þegar þeim hefur verið lofað, þá er þess krafist að fá forsætisráðuneytið afhent, þremur mánuðum fyrir kosningar . Það er gefin sú skýring að formaður „sam starfsfl okksins“ sé svo lélegur for sætis ráðherra að það sé ekki hægt að notast við hann síðustu vik- Þ á er einnig athyglisvert orðalagið hjá Jónínu þegar hún segir að Ingibjörg Sólrún hafi lagt til að „Jóhanna yrði í forystu við tilraun til myndunar nýrrar ríkisstjórnar“ . Þrátt fyrir þetta tók Ingibjörg Sólrún við umboði úr hendi forseta Íslands vegna stjórn- armyndunar 27 . janúar 2009 . . . Hvers vegna var Jó hönnu ekki veitt umboðið 27 . janúar 2009? Af hverju var þessi leikaraskapur talinn nauð synlegur?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.