Þjóðmál - 01.12.2013, Side 96

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 96
 Þjóðmál VETUR 2013 95 séu til marks um þann árangur, sem barátta Eyjólfs Konráðs skilaði . Hann var jafnan kallaður Eykon og ber eitt þeirra félaga, sem sótt hafa um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu það nafn . Höf- undur er einn af stofnendum þess félags . Það yljar gömlum vinum og stuðn ings mönn- um Ey kons um hjartarætur að sjá full trúa nýrrar kynslóðar meta hann að verð leikum . Eyjólfur Konráð var einn fram sýnasti stjórn mála maður sinnar sam tíðar á Íslandi . Kjarninn í bók Heiðars Guðjónssonar er umfjöllun um tækifæri Íslendinga á Norð ur slóðum . Í opin ber- um um ræðum hér á þessu ári hefur mest verið rætt um olíu og Dreka svæðið . Bókar höf- undur er raunsær í mati sínu á þeirri stöðu . Hann segir: Verði ákveðið að bora á svæðinu kostar hver borhola gríðarlega fjármuni, 100–200 milljónir dollara, eftir aðstæðum og umfangi . Miðað við skráð gengi sumarið 2013 eru þetta 12–24 milljarðar króna . Augljóst er að alþjóðleg risafyrirtæki hafa ein afl til að standa að slíku verki . Borun kostar, eins og áður sagði tífallt á við rannsóknir og því er reynt að full rannsaka svæðið áður en tekið er til við að bora . Þegar vinnsla hefst á nýjum svæð um sem þykja lofa góðu á grundvelli nákvæmra kolvetnisrannsókna, finnst olía á um helmingi af holum, sem bor að ar eru . Nokkur ár munu líða þar til tilrauna- boranir hefjast . Raunsætt mat er að átta ár líði þar til borun hefst, tíminn kynni að styttast lofi rannsóknir mjög góðu . En hvað um um skip un ar höfn? Um hana segir bókarh öfundur: Íslendingum er um megn að gera um skip- unarhöfn, það er einungis á valdi stærstu skipafyrirtækja heims, sem myndu tryggja reglulegar siglingar og tengja höfnina við önnur flutningsnet heimsins . Núver andi hafnir á Íslandi duga engan veginn fyrir stór skip, sem eru forsenda hagkvæmni íshafsflutninga . Því þyrfti að gera alveg nýja höfn og hafa nægt landsvæði í kring til að geyma þar vör ur, sem ætti að umskipa . Gerð um- skip unar hafnar þyrfti að vera að frum kvæði risastórs skipafélags, sem hefði aðgang að svo öflugu flutningsneti að siglinga leiðin yrði strax tengd núverandi flutn inga- neti . Flutningakerfi heimsins mynda umsvifamikið net og vonlaust er að stofna nýtt net frá grunni, menn verða einfaldlega að tengjast því sem fyrir er . Því er það ekki á færi Íslendinga að ráðast í gerð umskipunarhafnar, ráð- andi aðili í siglingum með góðan aðgang að flutn inga netinu verður að gera það . Það er vafalaust rétt hjá bókarhöfundi að Norðmenn og Rússar hafi forskot á okkur þegar rætt er um slíka höfn vegna norðausturleiðarinnar . Ekki þarf annað en líta á landakortið til að sjá, að Múrmansk og Kirkenes í Rússlandi og Noregi, sem Heiðar nefnir til sögunnar, eru hagkvæmari kostur fyrir skip, sem sigla norðausturleiðina þegar áfangastaður er Evrópa . En hann bendir hins vegar á að öðru máli kunni að gegna um flutninga til New York eða annarra hafna á Austurströndinni . Og hvað um siglingar norðvesturleiðina yfir íslausan Norðurpól? Um það segir bókarhöfundur: Yrði unnt að sigla þvert yfir Norður-Íshafið væri leiðin á milli Rotterdam og Yokohama

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.