Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 3

Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 3
3 Skólavarðan 2. tbl. 2012leiðari Leiðtogar námsins „Það er núorðið almenn vitneskja að skólaþróun verður með því að treysta leiðtogahæfni kennara og getan til umbótastarfs byggist á því að útdeila valdi til þeirra.“ En gaman að loksins sé komin staðfesting á þessu sem hver maður ætti að geta séð í hendi sér og John MacBeath talaði um af mikilli andagift þegar hann heimsótti Ísland í haust. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er ekki ný tilvitnun heldur frá árinu 2005 og birtist í bókinni Improving Schools through Teacher Leadership eftir prófessorana Ölmu Harris og Daniel Muijs. „Eftir áratug endalausra umbótatilrauna þar sem kennurum er í sífellu kennt um að þær gangi ekki nógu vel hefur áhuginn á kennaranámi snarminnkað“ segja Alma og Daniel. Þau fjalla um hvernig harka og þvermóðska yfi rvalda olli kennaraskorti í BNA og Kanada uns foreldrar voru farnir að kvarta undan kennaraskorti og að nemendur væru ekki hvattir til náms með því að glæða áhuga þeirra. Fagmennska kennara hefur mætt áföllum og þurft að líða fyrir aukna áherslu á að standa skil á starfi sínu, segja þau, en ef leiðtogahlutverk kennarans er efl t vegur það þungt á vogarskálum breytinga og þróunar. „Ofurhetjuímyndin af leiðtogum er gagnslaus“, sagði kennslufræðingurinn Michael Fullan árið 1993, fyrir tæpum tuttugu árum. „Í heimi morgundagsins ræðst velgengi af því hvernig leiðtogum tekst að fá með sér annað fólk í leitina að merkingu í lífi nu og til að byggja samfélög þar sem ábyrgð er í fyrirrúmi.“ Skólastjórinn Barry Beers segir í bók sinni Learning-Driven Schools frá 2006 að í hvert sinn sem honum hafi tekist vel upp sé það ekki síst vegna þess að kennararnir hans „þjálfuðu“ hann vel. „Það er miklu öruggara að fólk óttist mann en elski“, sagði Macchiavelli í Furstanum árið 1515. Jæja, við erum vonandi komin lengra en það, að minnsta kosti ef marka má Barry Beers. Þetta höfum við sem sagt vitað áratugum saman, ef ekki lengur. Skólar þróast ekki nema með samvinnu og valddreifi ngu til kennara. Það sem hins vegar æpir á mig í þessari samræðu og er of sjaldan sagt upphátt er þetta: Til að hrinda af stað samfélagsumbótum þurfum við ábyrgt, skapandi og úthaldsgott fólk með sterka samfélagslega sýn. Valdefl ing kennara smitast yfi r á nemendur, er jarðvegur skólaþróunar og ein hagkvæmasta leið út úr samfélagsógöngum sem til er, hvernig sem á það er litið. Skólayfi rvöld þurfa að sækja til kennara og skólastjórnenda þekkingu og deila með þeim valdi. Laun þurfa að hækka. Með því að ýta undir sjálfsvirðingu kennara eykst mikilvægi menntunar í augum fólks, skólar þróast og máttur nemenda og megin vex. Látum þetta nú verða með hækkandi sól. Gleðilega hátíð, Kristín Elfa Guðnadóttir Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.