Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 7

Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 7
7 Skólavarðan 2. tbl. 2012skólastarf lögregluþjóns eða fara í mömmu- og pabbaleik er leikur en er svo sannarlega líka leiklist. Barnið er að herma eftir því sem það sér og prófa sig áfram í gegnum leikinn. Með leiklistinni lærir það mikilvæga þætti í lífinu svo sem samvinnu, hópastarf og ábyrgð. Námskrárfræðingurinn Elliot W. Eisner er einn þeirra sem lagt hafa áherslu á hlut listar í kennslu. Hann telur að hugir nemenda séu ekki eins og óplægður akur heldur sé hver nemandi móttækilegur fyrir þeim fræjum sem kennari sáir. Hann telur að þegar kennt er með aðferðum lista þroski nemandinn með sér færni og viðhorf, frumkvæði örvist, sköpunarhæfni, ímyndunarafl og verklagni og nemandi fyllist stolti yfir vel unnu verki. Hann bendir jafnframt á að leiklist, rétt eins og aðrar listgreinar, hvetur nemendur til að uppgötva að það er ekki bara eitt rétt svar við mörgum mikilvægum spurningum og kenni jafnframt nemendum að smávægileg breyting getur haft mikil áhrif. Listir veita okkur reynslu sem við fáum ekki með öðru móti og í gegnum þær þjálfast nemendur í að treysta eigin dómgreind. (Eisner, 2002). Krafa framtíðarinnar? Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla er komin fram krafa sem snýr einkum að sköpunargáfu, aðlögunarhæfni og betri samskiptahæfni einstaklingsins. Þessi nýja forgangsröðun í menntamálum byggist á hugmynd um um víðtækari þjálfun ungs fólks til þess að gera það hæfara og auka sjálfstraust þess í breyttum heimi. Við teljum að aldrei hafi verið jafnmikil þörf fyrir leiklist, hvort heldur leiklist í kennslu eða leiklist sem listgrein, því að hinn frjálsi leikur nútímabarnsins er í hættu og sumir segja hverfandi. Börn eru þátttakendur í tæknivæddu neysluþjóðfélagi sem er að mörgu leyti mjög ópersónulegt og kalt. Þeim börnum fjölgar mjög sem hreyfa sig lítið og gera fátt annað en að meðtaka leik annarra með því að horfa á sjónvarp eða leika sér í skipulögðum leikjum sem eru ímyndun annarra. Mikilvægt er að reyna að hvetja nemendur til þess að glíma við vandamál, skapa og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Krafa framtíðarinnar hlýtur að vera að fá út í samfélagið einstaklinga sem kunna að vinna saman. Að þeir geti beitt hugsun sinni af innsæi og sköpunarkrafti; kunni að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim á gagnrýninn hátt. Leiklist í skólastarfi er leið til að koma til móts við þessa nýju kröfu. Nemandi sem hefur þurft að setja sig í spor annarrar manneskju með því að leika hlutverk verður hæfari til að taka ákvarðanir og móta sér skoðanir sem byggjast á þekkingu á fólki, frekar en sá nemandi sem ekki hefur fengið slíkt tækifæri. Í nýju námskránni fyrir list- og verkgreinar verður leiklist sem listgrein hluti af sviðslistum og því ber að fagna. Það er ljóst að þótt finna megi ýmis ákvæði um leiklist í námskrám undangenginna ára dugar slíkt eitt og sér ekki til að tryggja framgang hennar í skólum. Kelly (2004) leggur áherslu á að til þess að námsgrein sé notuð innan skólanna sé mikilvægt, og jafnvel nauðsynlegt, að greinin sé hluti af formlegri námskrá þeirra. Kennarar, koma svo. Ása Helga Ragnarsdóttir er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennir við Listaháskóla Íslands. Ása er einnig leikari að mennt og hefur kennt leiklist í áratugi, bæði erlendis og á Íslandi. Rannveig Björk Þorkelsdóttir er leiklistarkennari í Háteigsskóla og stundakennari við Háskóla Íslands. Hún er leikari að mennt og hefur haldið fjölmörg námskeið í leiklist jafnt hérlendis sem erlendis. Nemendur í Háteigsskóla. Leiklist í kennslu byggir á því að nemendur vinni saman. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir leiklist í kennslu eða leiklist sem listgrein og nú, þegar hinn frjálsi leikur nútímabarnsins er í hættu og sumir segja hverfandi.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.