Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 8
8 Skólavarðan 2. tbl. 2012sjóðir Ein verðmætasta eign félagsmanna í KÍ er Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands. Hlutverk sjóðsins er að veita félögunum fjárhagsaðstoð vegna veikinda, slysa og dauðsfalla, veita styrki til að greiða niður endurhæfingu eftir slys eða sjúkdóma og styðja þá í fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi þeirra, heilsufar og heilbrigði. Formaður sjóðstjórnar er Kristín Stefánsdóttir og starfsmenn sjóðsins eru María Norðdahl og Sigrún Harðardóttir. Tekjur sjúkrasjóðs eru samningsbundin framlög vinnu- veitenda og vaxtatekjur. Vinnuveitendur greiða í sjóðinn fram- lag sem nemur 0,55% til 0,75% af heildarlaunum sjóðfélaga. Sjóðfélagar teljast þeir sem greitt er fyrir í sjóðinn. Félagsmenn öðlast rétt til úthlutunar eftir að iðgjöld þeirra til hans hafa verið greidd í sex mánuði. Helstu styrkir Sjúkrasjóðs María Norðdahl segir að sjóðfélagar geti sótt um margs konar styrki. „Ef sjóðfélagi veikist svo alvarlega að hann fari tímabundið af launaskrá eða verði fyrir launaskerðingu vegna veikinda greiðir sjóðurinn sjúkradagpeninga. Meðferðarstyrkir eru greiddir vegna meðferðar hjá meðal annars iðjuþjálfara, sjúkraþjálfara og talmeinafræðingi í allt að 25 skipti á tólf mánaða skeiði. Auk þess er meðferð hjá meðal annars viðurkenndum nuddara og nálastungusérfræðingi greidd niður í allt að 10 skipti á tólf mánaða skeiði. Sjóðfélagar geta fengið styrk vegna faghandleiðslu og vegna meðferðar hjá til dæmis fjölskyldu- og félagsráðgjafa. Styrkur fæst til kaupa á heyrnartækjum og gleraugum og laser-geislameðferðar á augum. Útfararstyrkir eru greiddir vegna andláts sjóðfélaga eða barna þeirra að 18 ára aldri.“ Sjóðurinn greiðir almennt ekki styrki til lyfjakaupa en þurfi sjóðfélagi að greiða hátt verð fyrir rannsóknir eða aðgerðir geta þeir sótt um styrk í sjóðinn, að sögn Maríu. Hún bætti við að sjóðurinn greiði styrk vegna fæðingar barns og ættleiðingar og endurgreiði hluta kostnaðar við glasafrjóvgun og tæknisæðingu. Sjúkrasjóður gegnir mikilvægu forvarnarhlutverki sem felst, að sögn þeirra Maríu og Kristínar, í því að greiða að fullu fyrir reglubundna krabbameinsleit og greiddir eru styrkir vegna krabbameinsskoðunar á ristli og blöðruhálskirtli. Hann greiðir að fullu áhættumatsskoðun hjá Hjartavernd og greiðir niður dvöl á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Nýjar úthlutunarreglur, hækkun styrkja Þann 1. október sl. var úthlutunarreglum breytt en þær eru uppfærðar reglulega. Að sögn Kristínar Stefánsdóttur fólust breytingarnar einkum í hækkun styrkja. Flestallir styrkir hefðu hækkað talsvert enda hefði verðlag hækkað verulega undanfarin misseri án þess að launhækkanir héldu í við það. Hún nefndi sem dæmi um breytingar að sjúkradagpeningar og algengustu meðferðarstyrkir hefðu verið hækkaðir um tíu prósent. Engir styrkir til líkamsræktar Sjúkrasjóður greiðir ekki niður kostnað við líkamsrækt sjóðfélaga. Kristín var spurð hverju þetta sætti. Hún sagði að talsvert væri spurt um slíka styrki og sjóðstjórn hefði sannarlega fjallað um þá. Niðurstaða hefði orðið sú að styrkja ekki líkamsrækt þótt viljinn til þess væri fyrir hendi. Rökin fyrir þeirri niðurstöðu eru að yfirleitt sé sá kostnaður viðráðanlegur fyrir fólk en þyngst vegur að þótt sjóðurinn standi nokkuð vel Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands Texti: GG María Norðdahl, Kristín Stefánsdóttir og Sigrún Harðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.