Skólavarðan - 01.12.2012, Page 12

Skólavarðan - 01.12.2012, Page 12
12 Skólavarðan 2. tbl. 2012Útgáfa Texti: GG Þrjú af sex þemaheftum um grunnþætti menntunar eru komin út hjá Námsgagnastofnun. Þemaheftin mynda ritröð sem fjallar um grunnþættina sex sem verða rauði þráðurinn í öllum námsgreinum þegar nýjar aðalnámskrár hafa verið innleiddar í skólum landsins. Heftunum er meðal annars ætlað að verða leiðarvísar í skólastarfi nu, auðvelda skólafólki að átta sig á inntaki grunnþáttanna og fl étta þá inn í starf sitt. Í heftunum eru stuttar fræðilegar umfjallanir um hvern þátt, hugmyndir um leiðir og hagnýtar ábendingar en ekki er um beinar kennsluleiðbeiningar að ræða. Ritin þrjú sem koma út að þessu sinni heita: Læsi, Sköpun og Lýðræði og mannréttindi. Stefnt er að því að seinni þrjú ritin komi út í byrjun næsta árs. Bygging heftanna er með svipuðu formi og í sameiginlegum formála þeirra segir m.a. að ábyrgð og frumkvæði við innleiðingu grunnþáttanna hvíli á herðum skólastjórnenda í samvinnu við kennara og annað starfsfólk skóla. Þeir gegni forystuhlutverki í samvinnu við sitt fólk við að tryggja að grunnþættirnir endurspeglist í stefnu skólans og starfsháttum. Skapa þurfi vettvang fyrir kennara og aðra starfsmenn til að skipuleggja hvernig grunnþáttunum verði best fyrir komið í daglegu starfi . Dæmi um leiðir til þess eru t.d. leshringir, hópvinna og umræður, kaffi húsafundir, umfjöllun um einstaka kafl a, SVÓT-greining, áætlanagerð og sjálfsmat. Bent er á fl eira til að meta samskipti og skólabrag út frá grunnþáttunum og fl étta þá inn í daglegt skólastarf. Mikilvægt sé að skoða með opnum huga og gagnrýnum augum viðhorf okkar og venjur í ljósi grunnþátta menntunar. Heftin eru mjög læsileg og varpa ljósi á margt sem kennurum hefur þótt snúið við innleiðingu nýju námsþáttanna. Hugtök eru skýrð, spurningum varpað fram og svarað en jafnframt er ljóst eftir lestur heftanna að hin nýja sýn á menntun er á margan hátt gerólík þeirri hefð sem skapast hefur í skólum um langan aldur. Heftin ættu að koma að góðu gagni sem umræðugrundvöllur og leiðarljós að boðuðum og tímabærum breytingum. Stefán Jökulsson er höfundur Læsis, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjartarson skrifuðu Sköpun, og Lýðræði og mannréttindi er eftir Ólaf Pál Jónsson og Þóru Björgu Sigurðardóttur. Kápu hannaði Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Öll þemaheftin eru gefi n út á rafrænu formi og prentuð í takmörkuðu upplagi. Eintak verður sent í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla. Rafrænu útgáfuna má nálgast í útgáfuskrá mennta- og menningarmálráðuneytisins og á vef Námsgagnastofnunar. „Að læra að sigla í þessum skilningi felur í sér meira en getu til að láta berast með vindinum, jafnvel þótt maður komist á góðan skrið með því móti. Að fresta því að taka stefnu í lífi nu er einmitt að láta berast með vindinum. Menntun verður því að vera lífsmenntun ef hún á að vera virkilega eftirsóknarverð. Menntun sem beinist ekki bara fram á við eða sem miðar að sífelldri endurnýjun, heldur miðar að því að mennta alla manneskjuna og gera hana að geranda í eigin lífi . Það er nefnilega munur á því að vera alltaf að mennta manneskjuna og hinu að mennta alla manneskjuna“ (Lýðræði og mannréttindi, bls. 59). „Við þurfum á skapandi hugsun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og ráða fram úr hvers konar vanda á tímum umbreytinga. Við þurfum á listum og menningu að halda til að spegla okkur í, átta okkur á okkur sjálfum og skilja hvert annað betur. Með skapandi huga og aðferð að leiðarljósi er hægt að búa til fjölbreytt og kraftmikið samfélag þar sem greinar sem byggjast á hugverkum og framsæknar lausnir á öðrum sviðum verða þungamiðja í atvinnusköpun“ (Sköpun, bls. 11). „En ég hugsa um læsi sem merkingarsköpun með tilteknu táknkerfi og ákveðinni tækni eða tæknimiðli. Stundum koma mörg táknkerfi við sögu í sama tæknimiðli, eins og t.d. í sjónvarpi þar sem um er að ræða samspil lifandi mynda, ljósmynda, talmáls og prentmáls og alls konar grafíkur. Og ekki má gleyma tónlistinni. En núna ráða tölvur við öll þessi táknkerfi og með réttum jaðartækjum má búa til alls kyns efni í þeim. Þannig að læsi með nýjum formerkjum snýst um að gera nemendur læsa á alls kyns mál og þjálfa þá í að búa til ýmiss konar efni“ (Læsi, bls. 11). Mennta- og Menningarráðuneytið NámsgagNastofNuN Mennta- og Menningarráðuneytið NámsgagNastofNuN Mennta- og Menningarráðuneytið NámsgagNastofNuN Ritröð um grunnþætti menntunar fyrir öll skólastig

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.