Skólavarðan - 01.12.2012, Qupperneq 17

Skólavarðan - 01.12.2012, Qupperneq 17
17 Skólavarðan 2. tbl. 2012hátíð færi í alls konar tæknilega hluti í píanóleik og kennslu varð mér ljósara með hverjum tíma hve víðtækum áhuga og kunnáttu Halldór hafði að miðla. Þarna fór mér loks að skiljast hvernig listirnar tengjast allar saman og hversu stór hluti þær eru af lífinu sjálfu.“ Þóra Fríða Sæmundsdóttir skrifar: „Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara í tíma til Halldórs. Hann var iðulega jákvæður og uppörvandi en alltaf hógvær. Hógværð hans hafði þau áhrif á nemendur að þeir báru virðingu fyrir honum og reyndu allir að gera sitt besta.“ Jón Sigurðsson skrifar: „Kennslustundirnar hjá Halldóri voru heimur sem ég vildi dvelja í sem lengst.“ Glæstur ferill píanóleikara Halldór á að baki glæstan feril sem píanóleikari en menntun sína hlaut hann hér á landi og voru kennarar hans, m.a. Árni Kristjánsson og Jón Nordal. Síðan lá leið hans til Lundúna þar sem hann var við nám í Royal Academy of Music. Hann kom fyrst fram opinberlega í Austurbæjarbíói árið 1965. Þeir tónleikar mörkuðu upphafið að farsælum ferli Halldórs en hann hefur margoft komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði hérlendis og erlendis og verið virkur í flutningi kammertónlistar en hann var einn af stofnendum Tríós Reykjavíkur árið 1988 Á þriðja tug tónlistarmanna steig á stokk í Salnum og lék á hljóðfæri Halldóri til heiðurs. ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran. Halldór og Gísli heitinn Magnússon áttu farsælt samstarf og hljóðrituðu þeir og gáfu út tvær hljómplötur með verkum fyrir tvö píanó. Hann kenndi við Tónmenntaskólann í Reykjavík en lengst af við Tónlistarskólann í Reykjavík og var skólastjóri þar frá 1992-2003. Síðustu ár hefur hann kennt við Listaháskóla Íslands. Hann hefur auk þess haldið svokallaða „masterklassa“ í píanóleik hérlendis og erlendis um árabil. Halldór hefur verið mikilvirkur í fag- og félagsmálum tónlistarfólks gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum Félags píanókennara 1970 en félaginu var breytt í Félag tónlistarkennara 1973 og eru þessi félög fyrirrennarar Félags tónlistarskólakennara í Kennarasambandi Íslands. Halldór sat í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna um ára bil og stofnaði Íslandsdeild Evrópusambands píanókennara. Hann hefur komið að fræðslumálum píanófagsins á marga vegu auk þess að skrifa um tónlist í blöð og fjalla um hana í útvarpi. Halldór hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Árið 1988 hlaut hann viðurkenningu Associate of the Royal Academy of Music í Lundúnum og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu tónlistar árið 2003. Eiginkona Halldórs er Susan Haraldsson.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.