Skólavarðan - 01.12.2012, Side 26

Skólavarðan - 01.12.2012, Side 26
26 Skólavarðan 2. tbl. 2012 meira og meira saman. Þegar ég tala fyrir framan tvö hundruð kennara þá spyrja þeir hvort ég geti ekki bara talað við innanríkisráðherrann. Ég sé nú einu sinni í starfshópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Þá segi ég á móti: Það eru tvö hundruð kennarar í salnum. Hvar er sameiginleg skynjun ykkar á eigin valdeflingu? Af hverju dettur ykkur fyrst í hug að ég eigi að leggja mig fram í ykkar þágu? Hvar er ykkar atbeini? Hvar er atbeininn sem þið hafið í stöðu ykkar sem kennarar? Ég trúi því staðfastlega að ef kennarahópur með sterkar skoðanir og kraftmikla rödd ætlar sér það þá muni hann, með orðum Marteins Lúters, segja: Hér stend ég og get ekki annað. Og þetta gerist í skólum þar sem til staðar er mikill styrkur og seigla, góð stjórnun með talsverðri valddreifingu, sameiginleg sýn á eigin getu og atbeina. Þetta er fólk sem segir: Komdu bara skólamálayfirvald og reyndu að segja okkur að við séum að við séum ekki að vinna vinnuna okkar! Við ætlum að gera þetta á okkar hátt. Auðvitað þarf að fylgja grundvallarviðmiðum um hverju börnin eiga að ná valdi á, annars gengur samstaða kennara gegn misvitrum ákvörðunum stjórnvalda og ofstjórn ekki upp. En þetta verður líka að vera einörð afstaða: Ef við trúum á skoðanir okkar, ef við deilum kunnáttu okkar, ef við lærum hvert af öðru og höfum skýra sýn á það sem við erum að gera og viljum ná fram, þá skilar það sér í góðum árangri. Af hverju? Af því að valdefling í hópi kennara skilar sér til nemendanna. Vald þeirra eflist að sama skapi.“ Megum ekki glata ástríðu kennarans! MacBeath er hugleikið að kennarar taki sér vald og umhverfið styðji þá til að viðhalda ástríðu sinni. „John Gray samstarfsmaður minn talar um skólastefnu samtímans sem takmarkaða nálgun. Þetta er stefnan þar sem öll áherslan er lög á próf og aðrar skammtímalausnir af tæknilegum toga. John segir að þegar hann rannsakaði þetta mál hafi komið í ljós að um 80% breskra skóla nota þessa nálgun. Nokkur prósent nota aðferð sem hann kallar nálgun getueflingar. Þar er unnið að því að efla þol skólans til að standast áhlaup, áhersla er lögð á sjálfstæði skólans, seiglu og getu til að ýta breytingum úr vör. Í þessum skólum er sterk tilfinning fyrir sameiginlegri stjórnun og ábyrgð. Sífellt er leitað leiða til að bæta skólastarfið. Það gerist oft á þann hátt að frumkvöðlarnir eða trúboðarnir í hópnum byrja að tala fyrir breytingum og áhugi kviknar hjá þeim af samstarfsmönnum þeirra sem eru til í að taka svolitla áhættu. Hinir bætast svo flestir hægt og hægt við en iðulega eru nokkrir sem taka ekki þátt, eru ýmist kaldhæðnir eða telja að það sé farsælla að láta ekki bera á sér að óþörfu. Vinna bara starfið sitt og fara heim. Það skiptir höfuðmáli að standa vörð um ástríðu kennarans og endurvekja hana þar sem þess er þörf. Kennarinn er sjálfur í lykilhlutverki í þessu máli ásamt skólastjórnendum. Oft er allt of mikil þægð skólafólks við yfirvöld og jafnframt allt of mikil miðstýring að ofan. Samstaða kennara getur breytt skólum en það er miklu torveldara fyrir þá ef skólastjórnin er ekki virk í breytingaferlinu. Leiðtogar skólans verða að vera tilbúnir til þess að stíga eitt skref til hliðar og deila valdi sínu að vissu marki með kennurunum. Þeir þurfa að rýma svæði svo kennarar hafi svigrúm til athafna. Ég get ekki lagt of mikla áherslu á þetta.“ Hvað með stéttarfélög? Það er ekki hægt að skilja við John MacBeath án þess að spyrja hann um afstöðu hans til stéttarfélaga kennara og hvort þau hafi eitthvað hlutverk í valdeflingu kennarastéttarinnar. Hvað getum við gert hjá Kennarasambandinu, John? „Stéttarfélög eru svo þýðingarmikil að þau geta haft úrslitaáhrif á hvernig til tekst. Ég var áður búinn að nefna samstarf um bókina Reinventing Schools en fyrsta bókin mín sem fjallaði um þessi mál var líka unnin í náinni samvinnu við National Union of Teachers. Bókin heitir Schools must speak for themselves og allar götur síðan hefur samvinna okkar verið mikil og góð. Samtök kennara geta og eiga að vera öflugur málsvari þess sem kallast kennarastefna (Teacher Policy, innsk. keg). Hún er yfirgripsmikil og tekur til stefnumörkunar í kennslu- og uppeldisfræði, starfsþróunar og fagmennsku,breytinga- og umbótastarfs.“ MacBeath segir að stéttarfélög kennara gegni nú nýju og enn mikilvægara hlutverki á sumum sviðum en fyrr, þar sem pólitísk yfirvöld hafi ekki sinnt kennarastefnu sem skyldi og starfsþróun kennara hafi víða orðið algjör afgangsstærð. Þarna hafi skapast tómarúm sem kennarasamtök eigi að fylla upp í með því að leggjast á árar fyrir hönd félagsmanna sinna. „Miklar kröfur eru gerðar til kennara um leið og fagmennska þeirra sætir oft árásum og fagleg sjálfsmynd stéttarinnar er lítil. Kennarasamtök hafa stóru hlutverki að gegna í þessu samhengi,“ segir John og klárar úr kaffibollanum. Valdefling kennara skilar sér til nemenda. Vald þeirra eflist að sama skapi. viðtal

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.