Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 28

Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 28
28 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Það sem hæst ber í mínum huga eftir að hafa hlýtt á erindi MacBeaths er að rækta samstarfi ð við starfsfélaga og hjálpast að við að skapa samfélag um skólaþróun. mótaður í þágu samfélagsins. MacBeath vitnaði einnig í orð Von Hentig frá 2001 sem sagði: „Skólinn er staðurinn til að æfa nemendur í að vera saman“. Að mínu mati er það kjarni skólastarfsins, samveran og stuðningurinn sem af henni hlýst. Samvinnan er lykilatriði Samsvörun og samvinna eru lykilþættir í uppbyggjandi starfi . MacBeath lagði áherslu á mikilvægi samvinnunnar, að kenn- arar tækju höndum saman í uppbyggingu og umbótastarfi og hægt væri að bera saman bækur sínar við samstarfsfólkið. Þessi atriði þykja mér sérlega mikilvæg í samhengi við aukna fagvitund kennara og virðingu fyrir umbótastarfi nu. Tengdi MacBeath þetta ferli einnig við kennaranámið, enda er þar lagður grundvöllur að öllu skólastarfi . Samsvörun og samvinna ætti þar einnig að vera í öndvegi. Hann sagði heimsóknir í tíma, rannsóknir á starfi nu, samstarfskennslu, rýnivini og vinnulagsfundi skipta þar sköpum og verða ómetanlegan grunn fyrir alla kennara að byggja eigin starfskenningu á. Gaman var að heyra MacBeath tengja þetta atriði við kennaramenntunina. Hann sagði þá skoðun hafa komið skýrt fram hjá þeim kennaranemum sem hann hefði unnið með að lærdómsríkasti þáttur námsins hefði verið samvinnan á vettvangi og vinnan með samstarfsfólki innan skólanna. Lagði hann áherslu á að þennan þátt ætti að styrkja enn frekar, til dæmis með því að auðvelda nemum og starfandi kennurum að hittast og ræða málin, fara í heimsóknir innan skóla sem og í aðra skóla og byggja þannig upp samstarfsnet skólasamfélagsins. Snjóboltaáhrifi n Lítil þúfa getur velt þungu hlassi, og að sama skapi getur breytingastarf eins kennara haft víðtæk áhrif, bæði innan þess skóla og í öðrum skólum. Minnti MacBeath okkur á að hópur nýbreytnikennara væri ekki mjög stór, en hann væri áhrifamikill innan skólasamfélagsins. Það þyrfti ekki marga til að byrja að breyta, þar sem síðan gætu orðið nokkurs konar snjóboltaáhrif og fl eiri myndu slást í hópinn. Þar skipti miklu að svigrúm gæfi st fyrir hvern og einn til að móta sína nálgun og fi nna sér stöðu í breytingaferlinu. Skólaumhverfi ð þyrfti líka að styðja við þróun kennsluhátta og vera jákvætt gagnvart breytingum. Mér þótti hugmynd hans um vegg þar sem setja mætti á miða með vangaveltum, hugmyndum og óskum um aðstoð sérlega athyglisverð. Sé ég fyrir mér að hann gæti verið skemmtilegt innlegg í starfsþróun og samvinnu. Datt mér í hug nafnið rýniveggur í þessu sambandi, líkt og rýnivinur sem merkir þann sem þú berð þig helst saman við og ræðir hugmyndir þínar og tilraunir við. Hefðir og íhaldssemi Þrátt fyrir að leggja áherslu á jákvæða og uppbyggjandi þætti í erindi sínu komst MacBeath ekki hjá því að ræða ýmsa letjandi drauga sem eru á sveimi innan skólasamfélagsins og hafa því miður oft áhrif á nýbreytni og skólaþróun. Sum þeirra dæma sem hann nefndi voru mér mjög framandi, líkt og ógeðfelldar hegningar í skoskum skólum um 1970 og hrokafull framkoma rektors í Cambridge í krafti stöðu sinnar. Engu að síður skildi maður kjarnann í dæmunum, að hefðir og íhaldssemi einkenna mjög margt í skólastarfi og það er hægara sagt en gert að rísa upp á móti þeim. Hann vakti einnig athygli okkar á að algeng nálgun í námi væri að vekja hræðslu nemandans við að gera mistök og tengdi það við tilfi nningaþátt námsins sem ég ræddi hér áður. Benti hann á að með þessum hræðsluáróðri væri nemandinn milli steins og sleggju og fengi þá ekki tækifæri til að læra af mistökum sínum. Einnig taldi MacBeath að ýmsar mælingar á árangri skóla hefðu bein neikvæð áhrif á skólastarfi ð, stöðlun væri of mikil og svigrúm kennara af þeim sökum minna. Þótti mér mjög áhrifamikið þegar hann ítrekaði að við ættum að læra að mæla það sem við raunverulega sækt- umst eftir að nemendur lærðu í stað þess að einblína á það sem væri auðveldast að mæla. Eitt skref í einu Stöðug þróun í starfi er hverjum kennara nauðsynleg að mínu mati. MacBeath sannfærði mig enn frekar í erindi sínu og minnti á að seiglan skipti þar miklu máli. Maður þarf að vera tilbúinn að taka eitt skref í einu, bregðast við mótbárum nemenda og annarra, vera duglegur að endurskoða og meta árangur og ekki síst eiga rýnivini til halds og trausts í samstarfi nu. Umbótastarfi ð endurspeglar tilgang skólastarfs samkvæmt OECD, að ná langtímamarkmiðum með einu skrefi í einu. Þar þarf kennari að hafa tækifæri til breytinga, geta afl að sér kunnáttu á því sviði og fá stuðning til þess. Margar stórtækar hugmyndir búa innra með okkur, og fyrir okkur liggur að fi nna þeim farveg. Góður kennari er stöðugt að athuga hvað nemendur gera, hvað þeir læra, hvað hann sjálfur gerir og hverju hann breytir næst til að ná enn betri árangri. Þannig er eilíft hringferli umbótakennarans. Grunnatriði er að fi nna stuðning, sjá starfi ð sitt í nýju ljósi og brjótast út úr hefðinni. Eins og sjá má var erindi MacBeaths fjölbreytt og vakti viðstadda til umhugsunar um margar hliðar skólastarfs. Það sem hæst ber í mínum huga er að rækta samstarfi ð við starfsfélaga og hjálpast að við að skapa samfélag um skólaþróun. Þar gefst okkur tækifæri til að móta starfi ð, vega og meta tilfi nningar okkar til skólans, stöðu nemandans innan hans, stuðla að nýbreytni og þróun, kveða niður gamla drauga, draga úr áhrifum neikvæðra þátta og hjálpast að við að feta ótroðnar slóðir. Í því starfi verðum við þó ávallt að byrja innra með okkur sjálfum og fi nna fótfestu til framfara, eins og MacBeath tengdi svo skemmtilega við þessi kunnuglegu orð: „Setjið grímuna fyrst á ykkur sjálf áður en þið aðstoðið aðra“. málþing

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.