Skólavarðan - 01.12.2012, Side 44

Skólavarðan - 01.12.2012, Side 44
44 Skólavarðan 2. tbl. 2012námsgögn Uppbygging orðaforðans tekur alla ævina. Orðaforðinn er grunnurinn að lesskilningi en málumhverfi barns skiptir sköpum um hvernig málnotandi það verður. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að spil með markvissan náms- tilgang geti aukið námsárangur. Samskipti við félaga eru hvetjandi og ýta undir metnað til að tileinka sér efni og nemendur slaka á við að spila skemmtilegt spil og hlæja saman. Spil getur þannig orðið hjálpartæki við að læra og skilja tungumálið. Út er komið nýtt íslenskt borðspil sem fjallar um tungumálið og kallast Orðabelgur. Markmið spilsins er að efla orðaforða, bæta lesskilning og reyna á útsjónarsemi og rökhugsun um merkingu orða og notkun þeirra. Því er einnig ætlað að vera til skemmtunar og fróðleiks en það býður upp á heilabrot, vangaveltur og orðaleiki. Spilið hentar jöfnum höndum ungum sem öldnum, í skólum eða á heimilum. Þátttakendur geta verið tveir til sex. Þar er leikið á fjölbreytilegan og skemmtilegan hátt með orð, setningar og blæbrigði tungumálsins. Í spilinu eru 660 spurningaspjöld sem falla undir sex mismunandi spilaflokka. Tvær misþungar spurningar eða þrautir eru á hverju spjaldi, alls 1320 spurningar. Mismunandi þyngdarstig gerir spilið tilvalið fjölskylduspil. Svonefndur Orð- hákur stjórnar spilinu. Hann dregur spjöld fyrir leikmenn og úrskurðar um rétt eða röng svör sem eru undirstrikuð á spjöldunum. Leikmenn leggja kapp á að safna orðum í belg með því að svara spurningum úr fimm flokkum sem hver fyrir sig gefur eitt orð í belginn. Flokkarnir eru: Orðasambönd, Samheiti, Hvaða eitt orð passar ekki? Hvaða tvö orð tengjast? og Gettu nú! Orðasambönd. Orðasambönd í íslensku tengjast gjarnan sögu þjóðarinnar eða gömlum atvinnuháttum sem nú geta verið framandi fyrir yngri kynslóðir. Góð máltilfinning auðveldar skilning á þeim en um leið þarf að beita ákveðinni rökvísi. Með setningum á spurningaspjöldum í þessum flokki er spurt um merkingu góðra og gildra orðasambanda og leik- maður velur um þrjá svarmöguleika. Samheiti. Fjöldi orða er til á íslensku yfir sama hugtakið. Skemmtum okkur við að auka orðaforðann og rifja upp og reyna að muna. Á spurningaspjöldum þessa flokks eru ýmist algeng eða sjaldgæf orð og leitað er að samheitum þeirra. Hvaða eitt orð passar ekki? Spáð er í merkingartengsl milli orða. Ígrunda þarf og álykta um hvaða tengsl eru með þremur af fjórum tilteknum orðum á spjöldum í þessum flokki. Leikmaður á að segja til um hvaða eitt orð passar ekki Texti og myndir: GG Nýtt íslenskt borðspil um tungumáliðOrðabelgur með hinum. Hvaða tvö orð tengjast? Af fjórum orðum sem lesin eru upp af spjöldum í þessum flokki tengjast tvö merkingarlega, hvað varðar málvenju (?) eða sögulega. Leikmaður segir til um hvaða tvö orð tengjast. Þarna reynir á ályktunarhæfni, hlustun og einbeitingu eins og í öllum þáttum spilsins. Gettu nú! Á spjöldum í þessum flokki eru gátur byggðar á skilningi og túlkun íslensks máls, m.a. á margræðni orða, rökvísi og gaumgæfilegri hlustun og einbeitingu. Leikmaður velur einn af fjórum svarmöguleikum. Auk þess eru á spilaborði tveir aðrir flokkar, Ærslabelgur sem býður upp á ærsl, sprell og aukakast og Brellibelgur sem reynir á kænsku leikmanna. Orðabelgur er borðspil sem fjallar um tungumálið.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.