Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 53

Skólavarðan - 01.12.2012, Síða 53
53 Skólavarðan 2. tbl. 2012 er í viðhorfum starfsfólks til grunngilda og nemendur og starfsfólk vinna markvisst með þau gildi. Unnið er skipulega í eineltismálum, aðferðir eru þaulhugsaðar og ábyrgð allra er skýr. Allir eiga hlutdeild í eineltisáætluninni og fylgja henni og nemendur taka virkan þátt í forvörnum gegn einelti. Í niðurstöðum segir einnig að mikilvægt sé að byggja forvarnir hvers skóla á greiningu á aðstæðum hverju sinni því fátt henti öllum, alltaf og allsstaðar. Sem dæmi er nefnt að sumar leiðir í forvörnum henta betur drengjum en stúlkum, en þó ekki öllum drengjum eða öllum stúlkum. Nokkur þeirra verkefna sem sænsku skólarnir styðjast við hæfa betur yngri nemendum en önnur eldri nemendum og sum henta betur til að takast á við líkamlegt einelti en önnur félagslegt. Bent hefur verið á að grunnurinn að einelti og öðru ofbeldi liggi að miklu leyti í viðhorfi nu við og hinir. Í fl estum samfélögum, stórum sem smáum, séu ákveðnir hópar sem njóta þess að vera hinir viðurkenndu en þeir komist oft upp með að niðurlægja, útiloka, móðga, særa, mismuna eða ógna þeim sem ekki tilheyra rétta hópnum. Það getur verið afar breytilegt hverjir tilheyra hinum viðurkenndu og oft er um fl eiri en einn hóp að ræða í hverju samfélagi. Þegar vinna á gegn einelti og öðru ofbeldi getur því skipt máli að greina hverjir tilheyra þessum hópum og fi nna leiðir til að stuðla að auknu umburðarlyndi, skilningi og ábyrgð hinna viðurkenndu. Mergurinn málsins er sá að fullorðna fólkið þarf að vera góð fyrirmynd og með réttum viðhorfum og markvissum aðgerðum er hægt að stuðla að betra samfélagi þar sem öll börn búa við öryggi í skólum og frístundastarfi . Í tilefni Dags gegn einelti 8. nóvember hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkur útbúið sérstakan verkefnabanka með tillögum sem kennarar og frístundaráðgjafar geta nýtt í vinnu með börnum til að efl a færni þeirra í samskiptum. Verkefnabankinn er vistaður á innri vef skóla- og frístundasviðs á vefsvæði verkefnisins Vinsamlegt samfélag. Í fl estum samfélögum, stórum sem smáum, eru ákveðnir hópar sem njóta þess að vera hinir viðurkenndu en þeir komast oft upp með að niðurlægja, útiloka, móðga, særa, mismuna eða ógna þeim sem ekki tilheyra rétta hópnum. einelti Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn Kolbrún Baldursdóttir K o lb r ú n B a ld u r s d ó t tir EKKI MEIR EK K I M EIR Bók um eineltismál B ó k u m e in e ltis m á l Bókin EKKI MEIR er leiðarvísir ásamt því að vera verkfæri til að nota í fyrirbyggjandi vinnu gegn einelti eða gríp til í úrvinnslu mála. Hún hefur að geyma ráðgjöf fyrir skóla, íþrótta- og æsk lýðsfélög, foreldra og börn. Í bókinni er umfjöllun um hin r örgu tegundir forvarna og tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs starfsanda í skóla- og frístundaumhverfinu. Jákvæður staðarbragur og almenn vellíðan kennara, leiðbeinenda íþrótta- og æskulýðsfélaganna og annars starfsfólks skilar sér til barnanna og foreldra þeirra eftir ýmsum leiðum. Bókin er ekki eingöngu hugsuð fyrir fullorðna. Í henni eru einnig leiðbeiningar til barna um hvað einkennir jákvæða samskiptahætti ásamt skilaboðum til þeirra barna sem eru annars vegar þolendur eineltis og hins vegar gerendur eineltis. Hægt er að miðla efni bókarinnar til barna með ýmsum hætti. Ein leiðin er að lesa úr bókinni fyrir barnið sitt eða bekkinn/ hópinn. Kolbrún Baldursdóttir hefur sem sálfræðingur komið að málefnum barna og unglinga með fjöl- breyttum hætti svo sem með fræðslu, ráðgjöf og meðferð. Hún hefur jafnframt reynslu af kennslu á öllum skólastigum. Lengst af hefur Kolbrún verið sálfræðingur barnaverndar ála og skólasálfræðingur. Hún hefur rekið eigin sálfræðistofu frá 1992. Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn EKKI MEIR Bók um eineltismál strikamerki

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.