Skólavarðan - 01.12.2012, Side 54

Skólavarðan - 01.12.2012, Side 54
54 Skólavarðan 2. tbl. 2012smiðshöggið Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn hinn 12. mars 2009 en þá samþykkti Alþingi tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu á mikilvægustu sviðum þjóðlífsins. Þar með eru þá einnig taldir allir skólar landsins! Samþykkt Alþingis markaði þannig tímamót í sögu tungunnar. Samþykkt þessi gefur þau fyrirmæli að skólar skuli grípa til aðgerða. Nú má spyrja sig hvort þessi samþykkt hafi haft mikil áhrif í skólakerfinu. Í málstefnu þessari stendur í kaflanum um grunnskólann: „Íslenskukennsla þarf að standa undir nafni og því þurfa grunn- skólakennarar sjálfir að hafa trausta kunnáttu í íslensku. Allir kennarar grunnskólans eru málfarsfyrirmyndir barna á máltökuskeiði.“ Raunin er að sjálfsögðu sú að kennarar eru afar misjafnlega í stakk búnir til að vera þessar málfarsfyrirmyndir enda hefur yngra fólk ekki endilega verið sjálft alið upp í sterku málfarsumhverfi. Auk þess er fólk oft nokkuð feimið eða framtakslaust þegar kemur að því að fræða fullorðna um notkun íslenskunnar. Fólk bítur í tunguna og þegir þegar það heyrir fullorðna fara rangt með mál í stað þess að vekja máls á því á uppbyggilegan hátt. Íslenskumenntun kennaraefna, sem hafa ekki valið íslensku sem sérgrein, hefur verið hverfandi í kennaranáminu og jafnvel engin í símenntun skólanna. Ég tel að það sé kominn tími til vitundarvakningar í skólunum, að hin íslenska málstefna hljóti ekki sess í glatkistunni, heldur verði leiðarljós í skólum landsins. Nemendur verja miklum hluta lífs síns með kennurum sínum og því hefur málfar sérhvers kennara mikil áhrif og getur sett mark sitt á tungutak nemandans til frambúðar. Til að hlúa að sprotum fallegrar tungu, og minnka líkurnar á að skólastofan verði beinlínis uppeldisstöð rangrar íslensku, þá er með sanni kominn tími til að skólarnir marki sér málstefnu hver fyrir sig. Þar gæti til dæmis komið fram að starfsmenn stefni að því að tala sem réttast mál og verði þannig góðar fyrirmyndir nemenda sinna. Til að stuðla að þessu þarf að mínu mati ekki gríðarlega vinnu eða miklar skýrslur. Mikilvægasta skref hverrar skólastofnunar er að móta sér stefnu um íslenska tungu. Þar með er grundvöllurinn lagður, stefnan mörkuð. Næst þarf að ræða þá ákvörðun til dæmis á kennarafundum og leggja lín- urnar og segja öllum hver markmiðin eru. Sem dæmi um atriði sem gætu verið vel til þess fallin að starfsmenn hvers skóla hefðu að markmiði: • Að leitast við að vanda málfar sitt og verða þannig góð fyrirmynd nemenda og annarra í skólanum. • Að skapa jákvæða stemningu fyrir því að bæta málfar sitt og annarra. • Að forðast erlendar slettur en nota íslensk orð um hvaðeina, ef nokkur kostur er á því. • Að leitast við að sneiða hjá þágufalls- hneigð, nota t.d. „Ég hlakka til“ og „Mig langar til“ frekar en að hafa frumlagið í þágufalli. Málfar sérhvers kennara hefur mikil áhrif og getur lagt mark sitt á tungutak nemandans til frambúðar. Texti: Arnþrúður Heimisdóttir, kennari í grunnskólanum Sólgörðum og áhugamaður um íslenska tungu. Mynd: Frá höfundi • Að forðast ofnotkun dvalarhorfs, segja t.d. „Ég get þetta ekki“, í stað „Ég er ekki að fara að geta þetta“ og „Ég skil þetta ekki“ í stað „Ég er ekki að skilja þetta“. Í framhaldi af þessu tel ég óhjákvæmilegt næsta skref að skólinn bjóði upp á fræðslu fyrir starfsfólk skólans um góða málnotkun í skólanum. Þetta getur verið hluti af endurmenntunarstefnu skólans. Þá hef ég í huga að einhver tæki að sér að halda til dæmis stuttar hugvekjur á þeim sameiginlegu fundum sem haldnir eru í skólanum. Þar yrðu dæmi tekin um ákjósanlegt málfar og rætt um algengustu gryfjur sem menn falla í. Þar með virkjast málstefnan í fram- kvæmd án þess að neinum þurfi að finnast á sig hallað. Umræðan yrði semsagt jákvæð en ekki niðurrif. Málstefna skólans yrði ekki gagnslaus skrautfjöður. Þetta þarf ekki að vera tímafrekt. Þetta er spurning um að taka ákvörðun, marka stefnu en ekki að skrifa skýrslur fyrir skúffuna. Við fullorðna fólkið erum oft viðkvæm fyrir leiðréttingum annarra á málfari okkar en ef við ætlum að bæta málfar okkar, þá þýðir ekki að hrökkva í baklás ef okkur er bent á hvað mætti betur fara. Ég fyllist miklu stolti þegar nemandi minn eða fullorðið fólk leiðréttir mig því sú leiðrétting er ástarjátning til íslenskrar tungu. Íslensk málstefna í skólum landsins Arnþrúður Heimisdóttir.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.