Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 25
Fyrsti dansinn II. hann var ekkert faðir vor en ég hélt það hann kenndi mér pardans polka ræl og mazúrka kunni bæði opinn ræl og skiptiræl þau rúlluðu upp mottunum mamma og hann á fjalalögðu ganggólfi eftir fjóstíma og fréttir hann dansaði fyrst við mömmu svo við mig sagði ég væri léttfætt og lét mig dansa þétt í sínum ræl með endurteknu hiki inni í skiptisporinu drottinn setti ekki „vörð fyrir munn minn ...“ en ég hélt það polkinn var kátína auðveld og hiklaus en rælinn þoldi ég illa fegin þegar tjúttið kom og tvistið og sjeikið hægt að hrista af sér eitt og annað tvista burtu faðir vor og heljargreipar pardansins er ég þoldi illa barn á gangi undir útsaumaða skiltinu drottinnblessiheimilið gyllt á svörtum grunni Kristín Bjarnadóttir (f.1948) er ljóðskáld, ættuð að norðan og vestan en býr í Svíþjóð. Hún er höfundur ljóðsögunnar Því að þitt er landslagið (1999). Kristín hlaut viðurkenningu í ljóðasam- keppninni „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ árið 2002 fyrir ljóðið Fyrsti dansinn I - II. 24 Ljóð Kristín Bjarna 17.10.2002 11:02 Page 25

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.