Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 41
Hver veit Hver veit hvar stjörnunum er skipað í dýrðarkerfi skaparans og hvar friðurinn byrjar og hvort blóðfrosin tálkn fisksins eru til þess ætluð í harmleik jarðarinnar að útfylla stjörnumerkið píslarvætti með eðalroða sínum, að skrifa fyrsta bókstaf hins orðlausa máls. Vissulega felst í kærleika það blik er þýtur sem elding í gegnum merg og bein og fylgir deyjendunum eftir gegnum síðasta andvarpið. En hvar hinir endurleystu koma ríkdómi sínum fyrir veit enginn. Hindber koma upp um sig í myrkviði með ilmi sínum. En afsíðis lögð sálarbyrði framliðinna, gefur enga vísbendingu þó leitað sé. Og getur þó tifað vængjum milli múra eða frumeinda, eða allt til þar sem völ er á rúmi fyrir hjarta sem slær. Ó þeir strompar „Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér mun ég líta Guð.“ – Job. Ó þið strompar á kænlega skipulögðum bústöðum dauðans. Þegar líkami Ísraels sogaðist upp í loftið ummyndaður í reyk – Stjarna ein sem varð svört tók á móti honum, eins og sótari. Eða var það sólargeisli. Ó þeir strompar! Undankomuleiðir fyrir duft Jeremíasar og Jobs – Hver fann ykkur upp og hlóð stein fyrir stein slíkan veg handa flóttamönnum úr reyk? Ó þeir bústaðir dauðans, lumandi á notalegum þægindum fyrir húsráðandann, sem raunar var þar gestur – Ó þið fingur sem lögðuð dyraþröskuldinn eins og hnífsegg milli lífs og dauða – Ó þið strompar ó þið fingur og líkami Ísraels reykjarsúla upp í loftið! Jakob Ó Ísrael frumburður dagmálaglímunnar, þar sem sérhver fæðing stendur skrifuð með blóði á aftureldinguna – Ó bitri hnífur hanagalsins rekinn í hjarta mannkynsins. Ó sárið milli nætur og dags sem ert heimkynni vort, framherji í fæðingarhríðum stjörnuholdsins í andvökusorginni, þar sem fuglasöngur grætur. Ó Ísrael þú sem eitt sinn frelsaðist loks til fullsælu. Drjúpandi náð morgundaggarinnar yfir höfði þínu – Blessaður vor vegna sem erum ofurseld gleymskunni, stynjandi í rekís dauða og upprisu og snúin úr liði til Guðs af englinum þunga yfir oss, eins og þú. 38 Ljóðaþýðingar Jóhannesar 22.10.2002 10:10 Page 41

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.