Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Blaðsíða 12
12 13
stormasöm í ýmsum skilningi og það má á vissan hátt segja að stormurinn vari enn. Og
kannski er það lengri tími en mörg okkar héldu og lengri tími en við höfum áttað okkur
á, þegar yfir Ísland dundi það sem í daglegu tali er kallað bankahrunið en hafði að mínu
mati mjög almenn og víðtæk áhrif á íslenska þjóðarsál. Sá stormur varir að mörgu leyti
enn og ókyrrð og uppþot, ekki síst í almennri umræðu hafa tekið miklum breytingum.
Þessir tíma eru að mörgu leyti mjög snúnir fyrir allar stofnanir og almenning í landinu.
En stormar og breytingar eru líka oft tilefni til að staldra við og velta fyrir sér hvernig
við komumst á betri stað, og það tel ég að sé mikilvægt fyrir okkur að gera. Að velta
því fyrir okkur í góðu samtali og samstarfi við þjóðina okkar hvernig viljum taka næstu
skref; hvernig við kjósum að halda áfram. Hvort við kjósum að halda þannig áfram að við
tökum hönd í hönd og kjósum það sem ég held að skipti mestu máli í þessu samfélagi:
Að treysta hvert öðru. Það er kannski það sem hefur verið áhrifamest í öllu þessu, það
er að okkur skortir traust hvert á öðru. Ég held að sé stærsta viðfangsefni okkar góða
samfélags að endurnýja og endurvekja það traust sem lifað hefur með þessari þjóð frá
upphafi, en virðist nú tímabundið hafa glatað því gildi sem það áður hafði. Og við öll
sem komum að verkefnum á opinberum vettvangi skynjum þessa stöðu, finnum hana,
reynum að nálgast hana en erum líkt og margir aðrir í því á einhverjum þeim tímamótum
að það er ástæða til að taka samtalið við fleiri en einungis sjálfa sig. Þess vegna er það svo
að opinber umræða eins og hún blasir við okkur flestum er oft afar hörð, afar óvægin og
þungbær fyrir marga. Svo þungbær að á köflum hljótum við að velta því fyrir okkur hvort
sumt af hinni opinberu daglegu umræðu er jafnvel ekki við hæfi viðkvæmra. Jafnvel ekki
við hæfi barnanna okkar, jafnvel ekki boðleg börnunum okkar og jafnvel á þeim stað að
við viljum eftir fréttatíma í útvarpi og sjónvarpi eða lestur á vefsíðum setjast niður með
börnunum okkar og reyna að telja þeim trú um það að það sé fleira sem sameinar okkur
en sundrar. Þegar fjölskyldurnar í landinu telja sig þurfa að eiga það samtal reglulega við
börnin sín; að minna þau á það sem mestu skiptir, og minna þau á það að við erum hér
saman vegna einhvers, vegna þess að við treystum hvert öðru, trúum hvert á annað og
ætlum sameiginlega á góðan stað - meðan við sem foreldrar í þessu landi teljum okkur
þurfa að eiga þetta samtal reglulega við börnin okkar þá þurfum við öll að staldra við. Mín
von er sú að við gerum það vel, við gerum það vandað og við gerum það af meiri virðingu,
meira umburðarlyndi og meiri skilningi fyrir sjónarmiðum annarra en við höfum gert
að undanförnu. Við þurfum nefnilega að vanda okkur við það hvernig við tölum um og
tölum við náungann. Við þurfum að vanda okkur sem þjóð við að fara á annan og betri
stað. Og það sem ég nefndi áðan og skiptir mestu við verðum að læra að treysta á ný. Það
getur verið erfitt, það getur verið snúið, en það verður að gerast! Það er forsenda þess að
við náum þeim árangri sem býr í þessu samfélagi og er alls staðar í þessu samfélagi. Fyrir
utan þessar kirkjudyr hér og fyrir utan hverja einustu dyr í þessu dásamlega samfélagi
er stútfullt af tækifærum sem bíða eftir að verða gripin af börnunum okkar og komandi
kynslóðum en þau verða ekki gripin ef engin treystir sér til þess að grípa þau. Þetta þurfum
við öll sem eigum í samtali við þjóðina að minna okkur á. Svo verðum við, þegar á móti
blæs, eins og nefnt var hér af forseta kirkjuþings, þegar á móti blæs í opinberri umræðu og
í almennri umræðu og einhverjum þykir að sér vegið og eitthvað ósanngjarnt, þá bindur