Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 15

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2014, Page 15
15 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Innanríkisráðherra, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskupar, góðir gestir. Nýtt kjörtímabil kirkjuþings er að ganga í garð. Við setningu þessa þings taka sæti fulltrúar sem ekki hafa verið áður á kirkjuþingi. Nýir fulltrúar eru um 40% fulltrúanna, 10% hafa áður setið en þó ekki á síðasta kjörtímabili og um helmingur fulltrúanna sat þingin á síðasta kjörtímabili. Kirkjuþingið í ár hlýtur því að mótast að nokkru af því að vera það fyrsta á fjögurra ára kjörtímabilinu sem í hönd fer. Ég vænti góðs samstarfs við kirkjuþingið hér eftir sem hingað til. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim er undirbúið hafa kirkjuþingið, starfsfólki Biskupsstofu, forsætisnefnd og þingfulltrúum. Einnig þeim er flytja okkur ljúfa tóna hér í dag. Einnig þakka ég sóknarpresti og sóknarnefnd Grensáskirkju fyrir afnotin af kirkju og safnaðarheimili. Hlutverk kirkjuþings hefur ekki breyst. Eftir sem áður hefur kirkjuþing æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka, eins og segir í lögunum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Samkvæmt þeim sömu lögum fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögunum. Þessi tvískipting valds getur valdið spennu ef ekki er vel á málum haldið og er þetta ekki eina dæmið innan kirkjunnar þar sem svo háttar til. Annað dæmi er verkaskipti og valdsvið sóknarnefndar annars vegar og sóknarprests og prests hins vegar. Fleiri dæmi mætti nefna. Það er ekki alltaf ljóst hver á að ráða innan kirkjunnar eins og stundum er tekist á um. Það er ekki spurning um það hvort söfnuður eigi að lúta presti eða prestur söfnuði, heldur ber báðum að lúta Kristi og þjóna náunganum í ljósi fagnaðarerindisins. Þess vegna ber hinum kristnu einstaklingum að skilgreina vel og virða verksvið hvers annars, með öðrum orðum starfsreglur þurfa að vera skýrar og verkferlar einnig. Ennfremur fer ekki alltaf vel saman guðfræði kirkjunnar og stjórnsýsla hennar. Kirkjuþing setur starfsreglur sem eiga sér stoð í lögum og þær reglur virka misjafnlega til notkunar. Má þar nefna starfsreglur um val og veitingu prestsembætta sem oft hafa verið til umfjöllunar á þingum kirkjunnar, meðal annars á þessu þingi. Það virðist vera erfitt að slá hinn rétta tón í þessum efnum. Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur að mestu farið fram eins og kunnugt er. Samningur var gerður og lög voru sett. Kirkjan er sjálfráð um öll sín innri mál. Það breytir því þó ekki að kirkjan hefur samstarf við stofnanir ríkisins og vil ég þakka innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar framlag og velvilja í garð kirkjunnar. Einnig ber þess að geta að til er samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar en tilvist hennar er bundin í lög. Af hálfu kirkjunnar sitja í nefndinni kirkjuráð og af hálfu Alþingis einn fulltrúi frá hverjum flokki auk forseta þingsins. Nefndin hefur hist árlega og á fundum hennar gefst tækifæri til að koma upplýsingum á framfæri og viðra skoðanir. Kirkjuráð hefur fundið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.